Sjokkerandi skilnaðir ríka og fræga fólksins Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. september 2016 08:00 Brad Pitt og Jennifer Aniston voru alveg þvílíkt sæt saman. Vísir/Getty Það var gífurlegt sjokk fyrir heimsbyggðina þegar Brad Pitt og Angelina Jolie skildu að borði og sæng nú á dögunum. Það er auðvitað alltaf erfitt að horfa upp á fræga fólkið lenda í erfiðleikum enda á þetta fólk samastað í hjörtum okkar almúgans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitt af draumasamböndum Hollywood rennur út í sandinn og því miður eru sjokkerandi skilnaðir á borð við skilnað Brangelinu orðnir nokkuð reglulegir atburðir. Jennifer Aniston og Brad Pitt Áður en skilnaður Brangelinu molaði í mél hugmyndir okkar um þægilegt líf ríka og fræga fólksins var það skilnaður Brads Pitt við Jennifer Aniston. Þetta gríðarlega myndarlega par hafði allt – héldum við. Eftir aðeins fimm ár í paradís var draumurinn úti. Það sem gerði útslagið í hjónabandinu var framhjáhald Brads Pitt en, eins og við öll vitum, var hann að hitta Angelinu Jolie á laun á meðan á tökum á myndinni Mr. & Mrs. Smith stóð. Amber Heard, Johnny Depp, James Cameron og Linda Hamilton Johnny Depp og Amber Heard Deilurnar í kjölfarið á þessum skilnaði standa enn yfir en ásakanirnar eru þvílíkar á báða bóga. Amber Heard mætti til að mynda í réttarsal með marblett í andlitinu en hún hefur sakað Depp um að hafa gengið í skrokk á sér og fengið nálgunarbann á leikarann. Gríðarlega erfitt mál hér á ferðinni. Linda Hamilton og James Cameron Leikstjórinn James Cameron er hvað þekktastur fyrir stórmyndirnar Titanic og Terminator 2. Hann er líka þekktur fyrir að hafa gifst og skilið nánast jafn oft og hann hefur leikstýrt stórmynd. Árið 1999 skildi hann við þáverandi eiginkonu sína, Lindu Hamilton, og varð það að heilmiklum fjölmiðlasirkus. Eftir tvö ár af hjónabandssælu ákvað James kallinn að fara aftur til fyrrverandi konu sinnar, Suzy Amis – en þau eru enn gift þegar þessi orð eru skrifuð, en það gæti alveg hafa breyst á meðan blaðið var í prentun. Guy Ritchie, Madonna, Tom Cruise og Katie Holmes Guy Ritchie og Madonna Þessar fyrrverandi turtildúfur giftu sig árið 2000 en þá var Guy Ritchie gríðarlega vinsæll. Madonna hafði auðvitað verið stórstjarna í mörg ár á þessum tímapunkti og því var þetta mjög umtalað hjónaband – það entist alveg í átta ár, sem mun vera met á þessum lista. Þau eignuðust soninn Rocco á meðan allt lék í lyndi. Getgátur eru uppi að þau hafi að lokum skilið út af kvikmyndinni Swept Away en hún var virkilega slæm svo vægt sé til orða tekið og skartaði Madonnu í aðalhlutverki en Guy Ritchie leikstýrði. Katie Holmes og Tom Cruise Íslendingar súpa hveljur þegar þeir hugsa um þennan skilnað. Eftir að hafa hoppað í sófanum hjá Opruh héldu allir að Tom Cruise væri gríðarlega ástfanginn (og/eða bilaður) og að þetta hjónaband myndi aldrei enda. Annað varð nú upp á teningnum og skildi parið eftir Íslandsdvöl Tom Cruise. Fróðir menn vilja meina að þau hafi skilið út af tengslum Cruise við Vísindakirkjuna en við Íslendingar vitum betur. Tiger Woods, Elin Nordegren, Ryan Philippe og Reese Witherspoon Elin Nordegren og Tiger Woods Þegar golfarinn Tiger Woods skildi við hina sænsku Elin Nordegren fylgdist heimsbyggðin með – aðallega vegna þess að í ljós kom að Tiger Woods átti við alvarleg vandamál að stríða og það er fátt sem fólk elskar meira en frægt fólk með skammarlega misbresti í persónuleika sínum. Síðan þau skildu hefur Tiger Woods ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum. Ryan Phillippe og Reese Witherspoon Allir aðdáendur kvikmyndarinnar Cruel Intentions misstu það þegar þeir fréttu af skilnaði þeirra Ryan Phillippe og Reese Witherspoon. Parið fyrrverandi giftist á unga aldri og voru rosalega miklar dúllur. Hins vegar kom babb í bátinn nánast átta árum síðar og þetta draumapar ákvað að skilja og í leiðinni gera út af við drauma mjög margra sem fylgdust með hjónakornunum fyrrverandi í gegnum lífið. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Ástin og lífið Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Það var gífurlegt sjokk fyrir heimsbyggðina þegar Brad Pitt og Angelina Jolie skildu að borði og sæng nú á dögunum. Það er auðvitað alltaf erfitt að horfa upp á fræga fólkið lenda í erfiðleikum enda á þetta fólk samastað í hjörtum okkar almúgans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitt af draumasamböndum Hollywood rennur út í sandinn og því miður eru sjokkerandi skilnaðir á borð við skilnað Brangelinu orðnir nokkuð reglulegir atburðir. Jennifer Aniston og Brad Pitt Áður en skilnaður Brangelinu molaði í mél hugmyndir okkar um þægilegt líf ríka og fræga fólksins var það skilnaður Brads Pitt við Jennifer Aniston. Þetta gríðarlega myndarlega par hafði allt – héldum við. Eftir aðeins fimm ár í paradís var draumurinn úti. Það sem gerði útslagið í hjónabandinu var framhjáhald Brads Pitt en, eins og við öll vitum, var hann að hitta Angelinu Jolie á laun á meðan á tökum á myndinni Mr. & Mrs. Smith stóð. Amber Heard, Johnny Depp, James Cameron og Linda Hamilton Johnny Depp og Amber Heard Deilurnar í kjölfarið á þessum skilnaði standa enn yfir en ásakanirnar eru þvílíkar á báða bóga. Amber Heard mætti til að mynda í réttarsal með marblett í andlitinu en hún hefur sakað Depp um að hafa gengið í skrokk á sér og fengið nálgunarbann á leikarann. Gríðarlega erfitt mál hér á ferðinni. Linda Hamilton og James Cameron Leikstjórinn James Cameron er hvað þekktastur fyrir stórmyndirnar Titanic og Terminator 2. Hann er líka þekktur fyrir að hafa gifst og skilið nánast jafn oft og hann hefur leikstýrt stórmynd. Árið 1999 skildi hann við þáverandi eiginkonu sína, Lindu Hamilton, og varð það að heilmiklum fjölmiðlasirkus. Eftir tvö ár af hjónabandssælu ákvað James kallinn að fara aftur til fyrrverandi konu sinnar, Suzy Amis – en þau eru enn gift þegar þessi orð eru skrifuð, en það gæti alveg hafa breyst á meðan blaðið var í prentun. Guy Ritchie, Madonna, Tom Cruise og Katie Holmes Guy Ritchie og Madonna Þessar fyrrverandi turtildúfur giftu sig árið 2000 en þá var Guy Ritchie gríðarlega vinsæll. Madonna hafði auðvitað verið stórstjarna í mörg ár á þessum tímapunkti og því var þetta mjög umtalað hjónaband – það entist alveg í átta ár, sem mun vera met á þessum lista. Þau eignuðust soninn Rocco á meðan allt lék í lyndi. Getgátur eru uppi að þau hafi að lokum skilið út af kvikmyndinni Swept Away en hún var virkilega slæm svo vægt sé til orða tekið og skartaði Madonnu í aðalhlutverki en Guy Ritchie leikstýrði. Katie Holmes og Tom Cruise Íslendingar súpa hveljur þegar þeir hugsa um þennan skilnað. Eftir að hafa hoppað í sófanum hjá Opruh héldu allir að Tom Cruise væri gríðarlega ástfanginn (og/eða bilaður) og að þetta hjónaband myndi aldrei enda. Annað varð nú upp á teningnum og skildi parið eftir Íslandsdvöl Tom Cruise. Fróðir menn vilja meina að þau hafi skilið út af tengslum Cruise við Vísindakirkjuna en við Íslendingar vitum betur. Tiger Woods, Elin Nordegren, Ryan Philippe og Reese Witherspoon Elin Nordegren og Tiger Woods Þegar golfarinn Tiger Woods skildi við hina sænsku Elin Nordegren fylgdist heimsbyggðin með – aðallega vegna þess að í ljós kom að Tiger Woods átti við alvarleg vandamál að stríða og það er fátt sem fólk elskar meira en frægt fólk með skammarlega misbresti í persónuleika sínum. Síðan þau skildu hefur Tiger Woods ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum. Ryan Phillippe og Reese Witherspoon Allir aðdáendur kvikmyndarinnar Cruel Intentions misstu það þegar þeir fréttu af skilnaði þeirra Ryan Phillippe og Reese Witherspoon. Parið fyrrverandi giftist á unga aldri og voru rosalega miklar dúllur. Hins vegar kom babb í bátinn nánast átta árum síðar og þetta draumapar ákvað að skilja og í leiðinni gera út af við drauma mjög margra sem fylgdust með hjónakornunum fyrrverandi í gegnum lífið.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Ástin og lífið Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira