Innlent

Framboð Davíðs kostaði 28 milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink
Davíð Oddsson varði tæplega 28 milljónum og Halla Tómasdóttir tæplega níu milljónum króna í framboð sín til forseta Íslands. Framboð Davíðs er það dýrasta af frambjóðendunum átta sem skilað hafa uppgjöri. Frestur til þess rann út á miðnætti í gær.Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir og Sturla Jónsson eiga eftir að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar. Ástþór og Sturla sögðu framboð sín hafa kostað undir 400 þúsund krónum í samtali við fréttastofu á dögunum. Þeir áttu þó að skila staðfestingu þess efnis til ríkisendurskoðunar í gær.Framboð Hildar Þórðardóttur kostaði undir 400 þúsund krónum og var hún fyrst til að skila uppgjöri til ríkisendurskoðunar.


Halla Tómasdóttir varði átta milljónum króna. Andri Snær á enn eftir að skila uppgjöri.vísir/hanna
Davíð lagði sjálfur til 11,4 milljónir króna en 8,2 milljónir voru styrkir frá lögaðilum og 8,1 milljón komu frá einstaklingum. Meðal einstaklinga sem styrktu Davíð um 400 þúsund krónur eru eiginkona hans Ástríður Thorarensen, Kristján Loftsson hvalveiðimaður og Þórólfur Gíslason hjá Kaupfélagi Skagfirðinga.Halla lagði rúmar tvær milljónir króna úr eigin sjóðum í framboð sitt. Lögaðilar styrktu hana um tæpar fjórar milljónir og einstaklingar um rúmar þrjár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, varði 25 milljónum króna í framboð sitt. Ein milljón kom úr eigin sjóði. Að neðan má sjá samanburð á þeim forsetaframbjóðendum sem hafa skilað uppgjöri til ríkisendurskoðunar.


Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri

Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.