Guðni eyddi meiru en fimm frambjóðendur til samans Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:00 Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna. Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna.
Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00