Guðni eyddi meiru en fimm frambjóðendur til samans Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:00 Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna. Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna.
Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00