Guðni eyddi meiru en fimm frambjóðendur til samans Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:00 Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna. Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna.
Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00