Guðni eyddi meiru en fimm frambjóðendur til samans Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 09:00 Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn. Vísir/Eyþór Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna. Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Misjafnt er hve miklu frambjóðendurnir í forsetakosningunum í sumar vörðu í framboð sín. Af þeim sem hafa skilað rekstrarreikningi varði Guðni mestu í framboð sitt eða 25 milljónum króna. Guðni var einnig með mestar tekjur eða sem nam 26,3 milljónum króna. Framlög lögaðila námu 10,9 milljónum og framlög einstaklinga 13 milljónum króna. Eigin framlög Guðna námu 1,1 milljón króna. Framlög og kostnaður við framboð Sturlu Jónssonar, Ástþórs Magnússonar og Hildar Þórðardóttur var innan við 400 þúsund krónur og því verður ekki skilað uppgjöri vegna framboðsins. Sturla segir í samtali við fréttastofu að hann áætli að framboð sitt hafi kostað innan við 300 þúsund krónur. Níu frambjóðendur tóku þátt í forsetakosningunum árið 2016. Fréttablaðið/EyþórGuðrún Margrét Björnsdóttir varði 536 þúsund krónum í eigið framboð, eigin framlög námu 386 þúsund krónum en framlög lögaðila námu 150 þúsund krónum. Öll framlög lögaðila komu frá Gunnari Eggertssyni hf. Elísabet Jökulsdóttir segir í samtali við fréttastofu að framboð sitt hafi kostað milli 400 til 500 þúsund krónur. Áætla má því að framboð þessara fimm aðila hafi ekki kostað yfir 2,2 milljónir króna. Ef svo er hefur framboð Guðna Th. Jóhannessonar kostað ellefu sinnum meira en framboð þeirra. Verið að leggja lokahönd á uppgjör vegna framboðs Höllu Tómasdóttur og verður því skilað til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. Ekki náðist í talsmenn Andra Snæs Magnasonar eða Davíðs Oddssonar við gerð þessarar fréttar. Davíð Oddsson áætlaði hins vegar í kosningasjónvarpi RÚV að framboð sitt kostaði sex til sjö milljónir króna, þótt sú tala gæti hækkað. Frestur til að skila inn gögnum vegna framboðanna rennur út um aðra helgi, þann 25. september, en þá verða þrír mánuðir liðnir frá kjördegi. Lögaðilar og einstaklingar mega að hámarki styrkja framboð um 400 þúsund krónur. Heildarkostnaður við framboðin mátti ekki fara yfir 38 milljónir króna.
Tengdar fréttir Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Einn frambjóðandi hefur skilað uppgjöri Guðrún Margrét Pálsdóttir, hefur ein forsetaframbjóðenda skilað inn uppgjöri um kostnað við framboð sitt. Aðrir hafa til 25. september. 13. ágúst 2016 07:00