Birgitta: „Spillingin flæðir upp á yfirborðið í algerri síbylju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:52 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta. Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta.
Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46
Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08