Birgitta: „Spillingin flæðir upp á yfirborðið í algerri síbylju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 21:52 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta. Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir Pírati sagði að langtímahugsun og samlennd ættu undir högg að sækja vegna þess spillingar og áreitis. Við blasi flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og populismi væru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnaði tilveru allra. Í ræðu Birgittu í eldhúsdagsumræðum Alþingis sagði hún Pírata hafa áunnið sér mikið traust meðal þjóðarinnar sem komið hafi þeim á óvart í fyrstu. Flokkurinn þurfi að vera undir það búinn að takast á við meiri ábyrgð en stofnendur hans hafi gert sér í hugarlund í fyrstu. „Það traust sem okkur hefur verið sýnt í skoðanakönnunum kallar á auðmýkt og mikla vinnu til að sýna í verki að það sé hægt að breyta samfélagsgerð okkar til langframa í góðri sátt við þjóðina. Það er hægt með raunsæum kerfisbreytinum, þar sem úrelt, flókin og oft mannfjandsamleg kerfi verða sett til hliðar, með nútímalegri stjórnarháttum,“ sagði Birgitta. Nefndi hún að gott gæti verið fyrir flokka að að gera með sér samkomulag um stjórnarsáttmála fyrir kosningar þannig að fyrir lægu drög að málefnum sem þeir flokkar myndu leggja áherslu mynduðu þeir ríkisstjórn. „þá myndi það breyta stjórnmálunum til langtíma og verða vonandi til þess að fólk fái á ný aukið traust á Alþingi. Því þá lægu málamiðlanir fyrir fyrirfram, og þessi dæmigerðu vonbrigði nánast strax eftir kosningar fyrirbyggðar,“ sagði Birgitta en slík nálgun kallaði hins vegar á raunsæi kjósenda og ekki væri hægt að breyta öllu á einu bretti. Sagði hún að Píratar hefðu fimm helstu markmið fyrir næsta kjörtímabil. Uppfæra Ísland með nýrri stjórnarskrá, tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum, endurreisa gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, efla aðkomu almennings að ákvörðunartöku og endurvekja traust og tækla spillingu. Í þeirri vinnu hafi Píratar greint hvar mest aðkallandi breytingar þurfa að eiga sér stað svo að hægt sé að tryggja velferð allra samfélagshópa. „Við erum rík þjóð og því er það algerlega óásættanlegt hve margir lifa við fátækt og óvissu um velferð sína. Við viljum finna lausnir sem eru ekki bara plástrar heldur lausnir sem fara í snarrótina á samfélaginu okkar til að fyrirbyggja endalaust rugl og hringl með þau réttindi sem fólk á að geta gengið að án þess að rekast stöðugt á veggi og ranglæti,“ sagði Birgitta.
Alþingi Tengdar fréttir „Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að "reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. 26. september 2016 20:52
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46
Óttar: Furðuleg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gagnrýndi stjórnarflokkanna tvo harðlega fyrir stefnumál sín kjörtímabilinu. 26. september 2016 21:08