Réttir að hefjast um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 06:00 Sextíu réttir fara fram um helgina um allt land. Í mörgum þeirra er áhugasömum velkomið að koma og hjálpa til við að draga í dilka. Vísir/Valli „Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira