Innlent

Fjórir tónleikagestir fluttir á sjúkrahús

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá tónleikum Justin Bieber í kórnum í gærkvöldi.
Frá tónleikum Justin Bieber í kórnum í gærkvöldi. vísir
Fjórir tónleikagestir á seinni tónleikum Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi voru fluttir á sjúkrahús, þrír á meðan á tónleikunum stóð en einn að þeim loknum. Slökkviliðið hafði ekki upplýsingar um ástæður þess að fólkið fór á sjúkrahús en engin alvarleg meiðsl urðu að sögn varðstjóra.

Þá þurfti að hlúa að nokkrum tónleikagestum í Kórnum vegna minniháttar meiðsla en almennt gekk allt vel í Kórnum í gærkvöldi.

Annars var óvenjulega mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og nótt en sjúkraflutningamenn fóru í 51 útkall á tólf tímum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.