Lífið

Bieber betri í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá tónleikunum í gær.
Frá tónleikunum í gær. Vísir/Hanna
Justin Bieber virðist hafa þurft á æfingu að halda í gær. Blaðamaður Vísis, sem er á tónleikunum í kvöld og var einnig í gær, segir frammistöðu hans vera betri en á tónleikunum í gær.

Hann sé mun öruggari á sviðinu og kraftmeiri, hafi verið frábær á gítarnum í laginu Love Yourself og látið 19 þúsund áhorfendur sína syngja með. Hann nái mun betur til áhorfenda en í gær. Á Twitter má þó aftur finna umræðu um að söngvarinn sé að „mæma“ lög.

Sjá einnig: Telja Bieber hafa verið að „mæma“

Justin Bieber sagði á tónleikunum í kvöld að Ísland væri eitt fallegast land sem hann hefði komið til og að það væri heiður að halda tónleika hér á landi.

Hægt er að finna fleiri myndbönd og myndir á Instagram undir kassamerkinu #JBIceland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.