Innlent

Össur hafði betur gegn Sigríði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg og Helgi Hjörvar sóttust öll eftir því að leiða listann.
Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg og Helgi Hjörvar sóttust öll eftir því að leiða listann. vísir
Össur Skarphéðinsson fékk flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík en niðurstaða í prófkjörinu lá fyrir á áttunda tímanum í kvöld. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fékk flest atkvæði í fyrsta til annað sæti listans.

Össur, Sigríður Ingibjörg, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir höfðu öll sóst eftir fyrsta sæti flokksins í Reykjavík. Nú er ljóst að Össur varð hlutskarpastur og munu þau Sigríður Ingibjörg munu leiða lista flokksins í Reykjavík í norður- og suðurkjördæmum.

Alls greiddu 1815 atkvæði í Reykjavík og skiptust þau svona.

Tölurnar í Samfylkingunni í Reykjavík í kvöld.
1. sæti Össur Skarphéðinsson 664

1-2. sæti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 772

1-3. sæti Eva Baldursdóttir 3. sæti 802 

1-4. sæti Helgi Hjörvar 4. sæti 848

1-5. sæti Valgerður bjarnadóttir 822

1-6. sæti Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir 1003 

1-7. sæti Auður Alfa Ólafsdóttir 1053

1-8. sæti Steinunn Ýr Einarsdóttir 1201

Nú er forystusveit Samfylkingarinnar orðin ljós í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi – í henni eru nýjir og efnilegir einstaklingar í bland við okkar reynslumesta fólk. Nú tekur við snörp og skemmtileg barátta og ég hlakka til hennar,” segigr Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um úrslitin í kvöld.
 


Tengdar fréttir

Ætlar að fara fram á rannsókn

Ritari Samfylkingarinnar segist vera brugðið vegna ásakana um að innflytjendum hafi verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa tiltekinn frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×