Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 11. september 2016 12:00 Sigurður Ingi tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu frá Sigmundi Davíð í apríl síðastliðnum í kjölfar Panama-lekans. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03