Innlent

Búið að birta Bubba og Rúv stefnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Steinar Berg og Bubbi Morthens.
Steinar Berg og Bubbi Morthens. Vísir/GVA/Anton
Búið er að birta Bubba Morthens og Rúv stefnu Steinars Bergs Ísleifssonar, en hann hefur höfðað meiðyrðamál vegna ummæla Bubba í þættinum Popp- og rokksaga Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir.

Í þættinum sem sýndur var þann 13. mars, sakaði Bubbi Steinar, sem þá rak hljómplötuútgáfuna Steina, um níðingsskap og blekkingar í samningagerð þeirra á árum áður. Þeir störfuðu saman við útgáfu platna Utangarðsmanna og Egó auk sólóverkefna Bubba.

„Útgefandinn. Hann mokgræddi á okkur, það er bara þannig. Við höfðum ekki tíkall upp úr þessu, skítapening,“ sagði Bubbi í áðurnefndum þætti.

Búið að birta Bubba Morthens og RÚV stefnuna eins og Mbl segir frá.

Steinar hefur alfarið hafnað ásökunum Bubba og hefur hann jafnvel opnað heimasíðuna Sannleikur málsins þar sem hann hefur tekið saman upplýsingar og gögn og segir sína sögu af samskiptunum við Bubba.

Bubbi hefur staðið við ummæli sín og segir að Steinar hafi nýtt sér að hann væri ekki hæfur til að skilja né gera samninga sökum fíkniefnaneyslu.

„Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. Í upphafi ferilsins var ég dópaður frá morgni til kvölds. Ég var aldrei með lögfræðinga mér við hlið. Hann nýtti sér bágt ástand mitt, hann var með lögfræðinga og fagfólk sín megin en ég var bara einn hinum megin við borðið og hann bara nýtti sér það. Ég er ekki að segja að hann sé vondur maður en hann nýtti sér þetta allt.“


Tengdar fréttir

Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli

"Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×