Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2016 20:08 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna. Fréttablaðið/Ernir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni. Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni.
Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?