Vill breiða skákina út til allra byggða Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 22:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30