Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Guðrún Jóna Stefánsdottir skrifar 15. september 2016 10:15 Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður opnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institution núna í nóvember. Vísir/Eyþór „Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
„Leikstjórinn Matt Baron hafði samband við mig, og bað mig um að gera myndbandið, ég veit að það voru fleiri íslensk fyrirtæki búin að sækjast eftir því að gera þetta myndband, svo ég var ferlega sáttur og sló til,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi, spurður út í hvernig það hafi komið til að hann framleiddi myndband fyrir poppgoðin Major Lazer og Justin Bieber, við lagið Cold Water, sem kom út í gærkvöldi. „Við kláruðum tökur á myndbandinu í síðustu viku, og þetta gekk allt saman ótrúlega vel, það tók fjóra daga að skjóta myndbandið. Við vorum í kringum tuttugu manns sem komum að gerð myndbandsins og samstarfið gekk ótrúlega vel,“ segir Unnar og bætir við að erlenda framleiðslan og leikstjórinn hafi verið það hrifin, að leikstjórinn Matt Baron sagðist klárlega ætla að koma aftur til okkar með verkefni af þessu tagi. Unnar Helgi er þó með fleiri járn í eldinum en hann er um þessar mundir að setja á laggirnar kvikmyndagerðarskólann Icelandic Film Institute ásamt leikstjóranum Elliott Lester, þar sem þekktir erlendir leikarar og kvikmyndagerðarmenn koma í nóvember og kenna helstu atriðin í kvikmyndabransanum.Elliott Lester, einn af eigendum Icelandic Film Institution, er um þessar mundir að vinna að mynd sem Ben Affleck og Matt Damon framleiða.„Skólinn er settur upp svo að fólk þurfi ekki að fara í fjögurra ára nám til þess að smyrja samlokur á setti, en það byrja oftast allir sem aðstoðarmenn þó að þeir hafi farið í nám,“ segir Unnar. „Skólinn er settur þannig upp að kennsla fer fram í sex vikur og kenndir verða tveir tímar á dag alla virka daga, þar sem farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriðin í kvikmyndagerð sem og tæknilegu hliðarnar,“ segir Unnar og bætir við að fjölmargir gestakennarar mæti og taki þátt í kennslunni. Elliott Lester, hefur áratuga reynslu í bransanum og er mjög fær á sínu sviði. Hann er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni með stórleikurunum Ben Affleck og Matt Damon. „Það er frábært að hafa hann með okkur í þessu, hann er góður kennari og með rosalega mikla reynslu á sviði kvikmynda,“ segir Unnar. Kennarar skólans eru ekki af verri endanum, þeir eiga það sameiginlegt að vera með áralanga reynslu í kvikmyndagerð og hafa hlotið verðlaun á borð við Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe og Emmy. Erlendur leikari mun mæta á hvert námskeið og tala um reynslu sína í kvikmyndaheiminum, ásamt því að kenna í tvær klukkustundir á hverju námskeiði. „Það mun koma þekktur leikari á hvert námskeið hjá okkur þar sem hann mun deila reynslu sinni og kenna hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þetta sé gott tækifæri fyrir alla þá sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og vilja læra að vinna á setti. Kynning á skólanum verður í Kringlunni alla helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. september.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira