Aukinn þrýstingur á Sigurð Inga í framboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í apríl eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti. vísir/Ernir Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira