Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2016 20:52 Frá pallborðsumræðunum á Fundi fólksins fyrr í dag. Vísir/Eyþór Arnar Páll Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur beðið Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa kallað ráðherrann feitan á Fundi fólksins í dag. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem var í beinni útsendingu sem Arnar Páll stýrði. Rétt áður en hann átti að hefjast höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi. Eiginlegur fundur var þá ekki hafinn en Arnar Páll heyrðist þá spyrja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“ og átti þá við Sigurð Inga. Katrín Jakobsdóttir heyrðist svo spyrja hvort enginn komi frá Framsóknarflokknum en þá endurtók Arnar Páll spurninguna: „Hvar eigum við að koma honum fyrir, þessum feita.“ Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins. Arnar Páll segir í samtali við Vísi hafa hringt í forsætisráðherrann og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu. „Hann tók því bara mjög vel og ég met hann mjög mikils sem stjórnmálamann. Þetta voru hrapaleg mistök,“ segir Arnar Páll. Hægt er að heyra ummælin þegar þrjár klukkustundir og átján mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Arnar Páll Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur beðið Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa kallað ráðherrann feitan á Fundi fólksins í dag. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem var í beinni útsendingu sem Arnar Páll stýrði. Rétt áður en hann átti að hefjast höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi. Eiginlegur fundur var þá ekki hafinn en Arnar Páll heyrðist þá spyrja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“ og átti þá við Sigurð Inga. Katrín Jakobsdóttir heyrðist svo spyrja hvort enginn komi frá Framsóknarflokknum en þá endurtók Arnar Páll spurninguna: „Hvar eigum við að koma honum fyrir, þessum feita.“ Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins. Arnar Páll segir í samtali við Vísi hafa hringt í forsætisráðherrann og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu. „Hann tók því bara mjög vel og ég met hann mjög mikils sem stjórnmálamann. Þetta voru hrapaleg mistök,“ segir Arnar Páll. Hægt er að heyra ummælin þegar þrjár klukkustundir og átján mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira