Innlent

Fannst meðvitundarlítill í Raufarhólshelli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir hádegi.
Mikill viðbúnaður var hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir hádegi. Vísir/Vilhelm
Mikill viðbúnaður var hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir hádegi þegar tilkynning barst um meðvitundarlítinn og illa áttaðan mann í Raufarhólshelli í Ölfusi. Björgunarsveitir voru kallaðar út, bæði af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, ásamt fjarskiptahópi Landsbjargar.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að kona sem hafði verið að skoða hellinn hafi óskað eftir aðstoð. Maðurinn hafi orðið fótaskortur í hellinum og við það fengið höfuðhögg og vankast. Þá hafi það tekið björgunarsveitarfólk um hálfa klukkustund að búa um manninn og bera hann út úr hellinum og þaðan í sjúkrabíl sem hafi flutt hann á Landspítalann til aðhlynningar.

Landsbjörg áréttar í tilkynningunni að varhugavert sé fyrir fólk að fara einsamalt í hellaskoðunarferðir og að mikilvægt sé að nota nauðsynlegan öryggisbúnað og láta vita um ferðir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×