Innlent

Minniháttar Skaftárhlaup er hafið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli.
Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm
Minniháttar Skaftárhlaup er hafið og hefur náð niður í byggð. Á vef Veðurstofunnar segir að áin sé vatnsmikil og megi búast við brennisteinslykt.

Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast allt frá klukkan 16 í gær.

„Sumarleysing á jökli eða rigningar orsaka ekki hið aukna rennsli. Þessar athuganir þýða að Skaftárhlaup er líklega hafið.

Rennslið við Sveinstind er nú um 270 rúmmetrar á sekúndu eða heldur meira en mesta rennsli sem áin náði í jöklaleysingu í sumar.

Hlaupið kemur líklegast úr Vestari Skaftárkatli, sem síðast hljóp úr í júní 2015.

Hlaupið hefur náð niður í byggð og fylgir því mikil brennisteinslykt og sjónarvottar hafa tilkynnt um að áin sé vatnsmikil og að hún sé dökk á lit,“ segir á vef Veðurstofunnar.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×