Lífið

Fannar fór í sleik við Versling og sketsaveisla frá FG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snapchat-keppnin So You Think You Can Snap!, þar sem framhaldsskólar landsins etja kappi, heldur nú áfram á þriðju keppnisviku.

Í gær mættust Menntaskólinn við Sund og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ en Fannar Freyr sá um snappið fyrir MS og Starkaður fyrir FG . Fannar fór í sleik við dreng inni í Verslunarskóla Íslands og Starkaður og félagi hans settu upp nokkuð marga góða sketsa fyrir hönd FG.

Tuttugu framhaldsskólar hafa skráð sig til leiks í keppninni. Hver skóli teflir fram einum snappara en keppnin fer fram á Snapchat-reikningi Áttunnar, Attan_official, og fer atkvæðagreiðslan fram þar.

Tveir skólar keppa á dag og reyna snappararnir að öðlast hylli áhorfenda með fyndnum, skemmtilegum eða áhugaverðum snöppum. Áhorfendur velja svo þann sem þeim þykir betri með skjáskoti í lok dags. 

Sá skóli sem fær fleiri skjáskot og þar af leiðandi atkvæði kemst áfram í undanúrslit. Atkvæðagreiðsla fyrir 11 keppnisdag kláraðist á í gær en þar mættust MK og Versló og hafði MK betur og er skólinn kominn í úrslit.

Strákarnir í MK komust áfram gegn Versló.
Verkmenntaskóli Akureyrar og Flensborg mætast í dag í síðustu viðureign undanúrslitana og er hægt að fylgjast með einvíginu á Snapchat-reikningnum Attan_official. Við munum sýna myndband af þeirri viðureign hér á Vísi á mánudaginn.

Keppnin heldur síðan áfram í þessarri og næstu viku og mun Vísir fylgjast grannt með gangi mála allt til enda.

Að keppninni stendur sam­fé­lags­miðla­þátturinn Áttan, sem þeir Nökkvi Fjalar, Aron Ingi og Egill Ploder skipa. Nýherji er bakhjarl keppninnar og fær sigurvegarinn nýja Lenovo tölvu í vinning.

Dagskrá keppninnar - Undanúrslit: Mánudagur 5. september 

Menntaskólinn við Hamrahlíð vs. Framhaldsskólinn á Húsavík

Þriðjudagur 6. september 

Menntaskólinn á Tröllaskaga vs. Menntaskólinn á Akureyri

Miðvikudagur 7. september

Menntaskólinn í Kópavogi vs. Verslunarskóli Íslands

Fimmtudagurinn 8. september

Menntaskólinn við Sund vs. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ

Föstudagurinn 9. september

Verkmenntaskóli Akureyrar - Flensborg

Sigurvegarinn hlýtur Lenovo tölvu frá Nýherja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×