„Lágmark að Ísland láti í sér heyra“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“ Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira