Það vantaði trommuna í víkingaklappinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2016 06:00 Jón Daði fagnar hér marki sínu gegn Birmingham um síðustu helgi. Nordicphotos/Getty „Það er mikilvægt að ná að byrja svona vel. Það er alveg frábært og þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hefur farið af stað með miklum látum hjá Wolves í ensku B-deildinni. Jón Daði hefur verið í byrjunarliði félagsins í öllum fjórum leikjum tímabilsins, skorað tvö mörk og leikið mjög vel. Liðið hefur ekki enn tapað leik og Jón Daði er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum félagsins. „Það voru miklar væntingar gerðar til mín og fínt að létta af sér pressunni strax í upphafi,“ segir Jón Daði en hver er lykillinn að þessari frábæru byrjun hans með Úlfunum?Fengið góðar móttökur „Ég held að það sé að ég hafi verið algjörlega tilbúinn í þennan slag. Vissulega allt nýtt en ég var tilbúinn í það og reyndi að komast inn í allt sem fyrst. Það hefur gengið vel hjá mér. Liðsfélagarnir hafa líka tekið vel á móti mér og það hjálpar auðvitað líka. Það var mjög auðvelt að koma inn í klefann þarna og flott stemning hjá okkur. Ekki skemmir síðan fyrir að það gengur vel. Englendingurinn er með góðan húmor líka. Gaman að þeim. Mér líður mjög vel í þessu umhverfi.“ Selfyssingurinn stæðilega er sérstaklega ánægður með hversu vel hefur gengið að skora en hann taldi sig eiga inni á því sviði. „Mér fannst ég hafa verið óheppinn hjá síðustu félögum. Ég var ekki að fá mörg færi. Spilaði kannski vel en skoraði ekki nóg af mörkum. Þetta er því skref í rétta átt því hér fæ ég fleiri færi. Þessi fótbolti hentar mér líka mjög vel. Af þeim liðum sem höfðu áhuga á mér þá hafði Wolves langmestan áhuga. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég finn því fyrir trausti í minn garð. Þetta er bara flott.“Geggjað að taka víkingaklappið Eins og áður segir elska stuðningsmenn Wolves Jón Daða og hann tók víkingaklappið vinsæla með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum félagsins eftir sigurinn gegn Birmingham um nýliðna helgi. „Þetta er geggjað og nánast „flashback“ frá EM að fá að taka víkingaklappið aftur með stuðningsmönnum. Þetta var rosalega skemmtilegt og frábært að ná að tengjast stuðningsmönnunum svona strax. Ég leiddi klappið fyrir okkur en það vantaði trommuna hjá áhorfendum. Þetta var of hratt og ekki alveg eins svalt og á EM. Það verður einhver að redda trommu þarna,“ segir Jón Daði og hlær. „Ef það er einhvern tíma hægt að tala um draumabyrjun þá er það þessi byrjun hjá mér hérna. Vonandi næ ég að halda dampi. Þetta er langt tímabil og mitt markmið er að reyna að halda stöðugleika í vetur. Það er áskorun. Það er búið að bæta við leikmönnum og samkeppnin verður áfram hörð og ég tek henni bara. Hún heldur manni á tánum og gerir mann betri.“Zenga er fyndinn Þjálfari félagsins er hinn þekkti Ítali Walter Zenga. Zenga var einn besti markvörður heims á sínum tíma og mikil goðsögn í fótboltaheiminum. Jón Daði er ánægður með hann þó að honum finnist æfingaálagið kannski aðeins of mikið. „Hér er æft og æft og ekkert frí. Zenga er ekkert mikið í því að gefa frí,“ segir Jón Daði léttur. „Það er gaman að Zenga. Hann er mikill karakter og er með annan Ítala með sér. Þetta eru fyndnir strákar. Alvarlegir og fyndnir á sama tíma. Hann er auðvitað með miklar kröfur og aga samt,“ bætir Selfyssingurinn við en hann er þó ekki nógu gamall til þess að muna eftir leikmanninum Zenga en er búinn að kynna sér feril hans vel í dag. Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná að byrja svona vel. Það er alveg frábært og þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hefur farið af stað með miklum látum hjá Wolves í ensku B-deildinni. Jón Daði hefur verið í byrjunarliði félagsins í öllum fjórum leikjum tímabilsins, skorað tvö mörk og leikið mjög vel. Liðið hefur ekki enn tapað leik og Jón Daði er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum félagsins. „Það voru miklar væntingar gerðar til mín og fínt að létta af sér pressunni strax í upphafi,“ segir Jón Daði en hver er lykillinn að þessari frábæru byrjun hans með Úlfunum?Fengið góðar móttökur „Ég held að það sé að ég hafi verið algjörlega tilbúinn í þennan slag. Vissulega allt nýtt en ég var tilbúinn í það og reyndi að komast inn í allt sem fyrst. Það hefur gengið vel hjá mér. Liðsfélagarnir hafa líka tekið vel á móti mér og það hjálpar auðvitað líka. Það var mjög auðvelt að koma inn í klefann þarna og flott stemning hjá okkur. Ekki skemmir síðan fyrir að það gengur vel. Englendingurinn er með góðan húmor líka. Gaman að þeim. Mér líður mjög vel í þessu umhverfi.“ Selfyssingurinn stæðilega er sérstaklega ánægður með hversu vel hefur gengið að skora en hann taldi sig eiga inni á því sviði. „Mér fannst ég hafa verið óheppinn hjá síðustu félögum. Ég var ekki að fá mörg færi. Spilaði kannski vel en skoraði ekki nóg af mörkum. Þetta er því skref í rétta átt því hér fæ ég fleiri færi. Þessi fótbolti hentar mér líka mjög vel. Af þeim liðum sem höfðu áhuga á mér þá hafði Wolves langmestan áhuga. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég finn því fyrir trausti í minn garð. Þetta er bara flott.“Geggjað að taka víkingaklappið Eins og áður segir elska stuðningsmenn Wolves Jón Daða og hann tók víkingaklappið vinsæla með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum félagsins eftir sigurinn gegn Birmingham um nýliðna helgi. „Þetta er geggjað og nánast „flashback“ frá EM að fá að taka víkingaklappið aftur með stuðningsmönnum. Þetta var rosalega skemmtilegt og frábært að ná að tengjast stuðningsmönnunum svona strax. Ég leiddi klappið fyrir okkur en það vantaði trommuna hjá áhorfendum. Þetta var of hratt og ekki alveg eins svalt og á EM. Það verður einhver að redda trommu þarna,“ segir Jón Daði og hlær. „Ef það er einhvern tíma hægt að tala um draumabyrjun þá er það þessi byrjun hjá mér hérna. Vonandi næ ég að halda dampi. Þetta er langt tímabil og mitt markmið er að reyna að halda stöðugleika í vetur. Það er áskorun. Það er búið að bæta við leikmönnum og samkeppnin verður áfram hörð og ég tek henni bara. Hún heldur manni á tánum og gerir mann betri.“Zenga er fyndinn Þjálfari félagsins er hinn þekkti Ítali Walter Zenga. Zenga var einn besti markvörður heims á sínum tíma og mikil goðsögn í fótboltaheiminum. Jón Daði er ánægður með hann þó að honum finnist æfingaálagið kannski aðeins of mikið. „Hér er æft og æft og ekkert frí. Zenga er ekkert mikið í því að gefa frí,“ segir Jón Daði léttur. „Það er gaman að Zenga. Hann er mikill karakter og er með annan Ítala með sér. Þetta eru fyndnir strákar. Alvarlegir og fyndnir á sama tíma. Hann er auðvitað með miklar kröfur og aga samt,“ bætir Selfyssingurinn við en hann er þó ekki nógu gamall til þess að muna eftir leikmanninum Zenga en er búinn að kynna sér feril hans vel í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira