Það vantaði trommuna í víkingaklappinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2016 06:00 Jón Daði fagnar hér marki sínu gegn Birmingham um síðustu helgi. Nordicphotos/Getty „Það er mikilvægt að ná að byrja svona vel. Það er alveg frábært og þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hefur farið af stað með miklum látum hjá Wolves í ensku B-deildinni. Jón Daði hefur verið í byrjunarliði félagsins í öllum fjórum leikjum tímabilsins, skorað tvö mörk og leikið mjög vel. Liðið hefur ekki enn tapað leik og Jón Daði er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum félagsins. „Það voru miklar væntingar gerðar til mín og fínt að létta af sér pressunni strax í upphafi,“ segir Jón Daði en hver er lykillinn að þessari frábæru byrjun hans með Úlfunum?Fengið góðar móttökur „Ég held að það sé að ég hafi verið algjörlega tilbúinn í þennan slag. Vissulega allt nýtt en ég var tilbúinn í það og reyndi að komast inn í allt sem fyrst. Það hefur gengið vel hjá mér. Liðsfélagarnir hafa líka tekið vel á móti mér og það hjálpar auðvitað líka. Það var mjög auðvelt að koma inn í klefann þarna og flott stemning hjá okkur. Ekki skemmir síðan fyrir að það gengur vel. Englendingurinn er með góðan húmor líka. Gaman að þeim. Mér líður mjög vel í þessu umhverfi.“ Selfyssingurinn stæðilega er sérstaklega ánægður með hversu vel hefur gengið að skora en hann taldi sig eiga inni á því sviði. „Mér fannst ég hafa verið óheppinn hjá síðustu félögum. Ég var ekki að fá mörg færi. Spilaði kannski vel en skoraði ekki nóg af mörkum. Þetta er því skref í rétta átt því hér fæ ég fleiri færi. Þessi fótbolti hentar mér líka mjög vel. Af þeim liðum sem höfðu áhuga á mér þá hafði Wolves langmestan áhuga. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég finn því fyrir trausti í minn garð. Þetta er bara flott.“Geggjað að taka víkingaklappið Eins og áður segir elska stuðningsmenn Wolves Jón Daða og hann tók víkingaklappið vinsæla með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum félagsins eftir sigurinn gegn Birmingham um nýliðna helgi. „Þetta er geggjað og nánast „flashback“ frá EM að fá að taka víkingaklappið aftur með stuðningsmönnum. Þetta var rosalega skemmtilegt og frábært að ná að tengjast stuðningsmönnunum svona strax. Ég leiddi klappið fyrir okkur en það vantaði trommuna hjá áhorfendum. Þetta var of hratt og ekki alveg eins svalt og á EM. Það verður einhver að redda trommu þarna,“ segir Jón Daði og hlær. „Ef það er einhvern tíma hægt að tala um draumabyrjun þá er það þessi byrjun hjá mér hérna. Vonandi næ ég að halda dampi. Þetta er langt tímabil og mitt markmið er að reyna að halda stöðugleika í vetur. Það er áskorun. Það er búið að bæta við leikmönnum og samkeppnin verður áfram hörð og ég tek henni bara. Hún heldur manni á tánum og gerir mann betri.“Zenga er fyndinn Þjálfari félagsins er hinn þekkti Ítali Walter Zenga. Zenga var einn besti markvörður heims á sínum tíma og mikil goðsögn í fótboltaheiminum. Jón Daði er ánægður með hann þó að honum finnist æfingaálagið kannski aðeins of mikið. „Hér er æft og æft og ekkert frí. Zenga er ekkert mikið í því að gefa frí,“ segir Jón Daði léttur. „Það er gaman að Zenga. Hann er mikill karakter og er með annan Ítala með sér. Þetta eru fyndnir strákar. Alvarlegir og fyndnir á sama tíma. Hann er auðvitað með miklar kröfur og aga samt,“ bætir Selfyssingurinn við en hann er þó ekki nógu gamall til þess að muna eftir leikmanninum Zenga en er búinn að kynna sér feril hans vel í dag. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná að byrja svona vel. Það er alveg frábært og þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hefur farið af stað með miklum látum hjá Wolves í ensku B-deildinni. Jón Daði hefur verið í byrjunarliði félagsins í öllum fjórum leikjum tímabilsins, skorað tvö mörk og leikið mjög vel. Liðið hefur ekki enn tapað leik og Jón Daði er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum félagsins. „Það voru miklar væntingar gerðar til mín og fínt að létta af sér pressunni strax í upphafi,“ segir Jón Daði en hver er lykillinn að þessari frábæru byrjun hans með Úlfunum?Fengið góðar móttökur „Ég held að það sé að ég hafi verið algjörlega tilbúinn í þennan slag. Vissulega allt nýtt en ég var tilbúinn í það og reyndi að komast inn í allt sem fyrst. Það hefur gengið vel hjá mér. Liðsfélagarnir hafa líka tekið vel á móti mér og það hjálpar auðvitað líka. Það var mjög auðvelt að koma inn í klefann þarna og flott stemning hjá okkur. Ekki skemmir síðan fyrir að það gengur vel. Englendingurinn er með góðan húmor líka. Gaman að þeim. Mér líður mjög vel í þessu umhverfi.“ Selfyssingurinn stæðilega er sérstaklega ánægður með hversu vel hefur gengið að skora en hann taldi sig eiga inni á því sviði. „Mér fannst ég hafa verið óheppinn hjá síðustu félögum. Ég var ekki að fá mörg færi. Spilaði kannski vel en skoraði ekki nóg af mörkum. Þetta er því skref í rétta átt því hér fæ ég fleiri færi. Þessi fótbolti hentar mér líka mjög vel. Af þeim liðum sem höfðu áhuga á mér þá hafði Wolves langmestan áhuga. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég finn því fyrir trausti í minn garð. Þetta er bara flott.“Geggjað að taka víkingaklappið Eins og áður segir elska stuðningsmenn Wolves Jón Daða og hann tók víkingaklappið vinsæla með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum félagsins eftir sigurinn gegn Birmingham um nýliðna helgi. „Þetta er geggjað og nánast „flashback“ frá EM að fá að taka víkingaklappið aftur með stuðningsmönnum. Þetta var rosalega skemmtilegt og frábært að ná að tengjast stuðningsmönnunum svona strax. Ég leiddi klappið fyrir okkur en það vantaði trommuna hjá áhorfendum. Þetta var of hratt og ekki alveg eins svalt og á EM. Það verður einhver að redda trommu þarna,“ segir Jón Daði og hlær. „Ef það er einhvern tíma hægt að tala um draumabyrjun þá er það þessi byrjun hjá mér hérna. Vonandi næ ég að halda dampi. Þetta er langt tímabil og mitt markmið er að reyna að halda stöðugleika í vetur. Það er áskorun. Það er búið að bæta við leikmönnum og samkeppnin verður áfram hörð og ég tek henni bara. Hún heldur manni á tánum og gerir mann betri.“Zenga er fyndinn Þjálfari félagsins er hinn þekkti Ítali Walter Zenga. Zenga var einn besti markvörður heims á sínum tíma og mikil goðsögn í fótboltaheiminum. Jón Daði er ánægður með hann þó að honum finnist æfingaálagið kannski aðeins of mikið. „Hér er æft og æft og ekkert frí. Zenga er ekkert mikið í því að gefa frí,“ segir Jón Daði léttur. „Það er gaman að Zenga. Hann er mikill karakter og er með annan Ítala með sér. Þetta eru fyndnir strákar. Alvarlegir og fyndnir á sama tíma. Hann er auðvitað með miklar kröfur og aga samt,“ bætir Selfyssingurinn við en hann er þó ekki nógu gamall til þess að muna eftir leikmanninum Zenga en er búinn að kynna sér feril hans vel í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira