Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 21:28 Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15