Foreldrar í Salahverfi áhyggjufullir vegna sundferða dæmds kynferðisbrotamanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2016 14:04 Sigurður Ingi var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ári. Vísir/GVA Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar. Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Foreldrar barna í Salaskóla í Kópavogi eru margir hverjir áhyggjufullir yfir því að börn þeirra gætu hitt fyrir dæmdan kynferðisbrotamann í Versalalaug. Hann hefur verið gestur í lauginni að kvöldi til en skólahald er nýhafið í Kópavogi og skólasund á næsta leyti. Skólastjórinn í Salaskóla segir að vandlega sé fylgst „með þessum málum og gripið inn í þegar svo ber undir.“ Stundin greindi fyrst frá. Sigurður Ingi Þórðarson sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í september í fyrra hefur hafið afplánun undir rafrænu eftirliti og gengur með ökklaband eftir að hafa setið inni á Litla-Hrauni einn þriðja af dómi sínum. DV greindi frá málinu í gær. Ástæðan er nýleg lög sem gera það að verkum að afplánun innan veggja fangelsis styttist til muna og er almenna reglan sú að menn sitji inni einn þriðja af dómi sínum, sem virðist einmitt vera í tilfelli Sigurðar sem löngum hefur verið titlaður Siggi hakkari.Sjá einnig:Dómurinn yfir Sigurði Inga Sigurður hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Braut Sigurður fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls var um að ræða tæplega sjötíu brot en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salasóla. Ein móðir í Salahverfi skrifar á Facebook: „Vil upplýsa ykkur um að fanginn var í sundlauginni í Salahverfi í gærkvöldi, með ökklabandið. Er það eðlilegt að maður sem hefur fengið dóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum geti áður en hann lýkur dómnum stundað sundlaugar og sturtuklefa með börnunum okkar undir rafrænu eftirliti?? Einhvers staðar verða vondir að vera en við erum að tala um mann sem hefur tæplega lokið 1/3 af KYNFERÐISBROTAdómi sínum gegn mörgum drengjum og kemst óáreittur í sturtu og sund að eigin vali, sturtuklefi jafnvel fullur af drengjum. Þetta getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt.“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla undanfarin fimmtán ár, svarar áhyggjufullum foreldrum í Salahverfinu á Facebook-síðu foreldra. Segir hann að vandlega sé fylgst með málinu bæði í Salaskóla og Versalalaug og gripið inn í ef svo ber undir og haft samband við lögreglu. Þá séu baðverðir í gæslu í baðklefum en þeir séu starfsmenn sundlaugarinnar. Í einhverjum tilfellum fari starfsmenn í Salaskóla með yngri krökkum til að aðstoða þá í baðklefum. Skipulögð fræðsla sé í skólanum um mál sem þessi og börnum leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þá sé mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín og leggi þeim reglurnar. „Allir verða að vera á varðbergi hvað þessi mál varðar.“ Mikilvægt sé að fókusinn í umræðunni sé skýr og því sé rétt að geta þess að fjölskylda Sigurðar búi í hverfinu og eigi barn í Salaskóla.Uppfært klukkan 15:55Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að foreldrar barna í Salaskóla væru áhyggjufullir að dæmdur kynferðisbrotamaður væri í sundi á sama tíma og skólasund færi fram. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir umræddan kynferðisbrotamann aðeins hafa sést í lauginni að kvöldi til og auk þess sé skólasund ekki hafið þetta árið. Beðist er velvirðingar á fyrri framsetningu fréttarinnar.
Mál Sigga hakkara Sundlaugar Kópavogur Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira