Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2016 20:00 Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason. Garðyrkja Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason.
Garðyrkja Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira