Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. ágúst 2016 19:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent