Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. ágúst 2016 19:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira