Gæluverkefni koma niður á grunnþjónustu við borgarbúa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. ágúst 2016 19:00 Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýnir harðlega boðaðan niðurskurð í rekstri leikskóla Reykjavíkurborgar. Hann segir að meirihlutinn verði að hætta að sinna gæluverkefnum og einbeita sér að því að styrkja innviði og grunnþjónustu við borgarbúa. Núverandi meiri hluti Reykjavíkurborgar réðst í metnaðarfullar breytingar á skóla- og frístundastarfi í Reykjavík árið 2011 og í markmiðum breytinganna segir meðal annars; „Markmið með sameiningu sviða sem þjóna börnum og ungmennum í námi og frístundum er:Að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.Að stuðla að sameiginlegri stefnumótun leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva í hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf.Að efla yfirsýn yfir málaflokkinn og auka hagkvæmni í rekstri starfseininga.“ Sem sagt hagræðing til að ná fram sparnaði. En annað virðist hafa komið á daginn. Undanfarin ár hafa einkenns af niðurskurði og aftur niðurskurði. Botninum virðist svo hafa verið náð fyrir helgi þegar leikskólastjórnendum á höfuðborgarsvæðinu var boðaður en meiri niðurskurður. „Þá eru það 7 milljónir sem ég þarf að taka með mér,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastjóri á Leikskólanum Rauðhól. Sjö milljónir sem þú þarf að skera niður þá?„Já,“ segir Guðrún. Og hvernig ætlaru að gera það?„Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðrún Sólveig í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson, fréttamann, í Kvöldfréttum Svöðvar 2 í gær. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að þessar breytingar meirihlutans á skóla- og frístundasviði hafi ekki skilað neinum árangri frá því að þær voru gerðar árið 2011. „Mér hefur aldrei verið sýnt fram á það að þessar breytingar hafi skilað því sem að var stefnt. Þær ollu hinsvegar miklu uppnámi í kerfinu. Við misstum hæft starfsfólk og annað sem okkur hefur verið bætt ennþá. Við erum hrædd um að þær skili ekki alveg þeim árangri sem að er stefnt.“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kjartan gangrýnir harðlega þær hagræðingaraðgerðir sem boðaðar hafa verið og segir meira verið að hugsa um eigin gæluverkefni. „Áherlsan er að fá peninga í gæluverkefni meirihlutans og þá líður grunnþjónustan fyrir eins og við sjáum í tilviki skólarekstursins í borginni,“ segir Kjartan. Og gæluverkefnin sem Kjartan nefnir eru af ýmsum toga. „Ég get nefnt þrengingu Grensásvegar, ég get nefnt viðbyggingu við Borgarbókasafn Reykjavíkur niður í bæ sem er ekki brýn þörf fyrir og skáli út í Nauthólsvík. En þá er eitthvað sem víkur í staðinn og þá er það grunnþjónustan eins og leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili,“ segir Kjartan. Í síðustu viku var tilkynnt um jákvæðar tölur í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar og skýtur það svolítið skökku við miðað við þá aðhaldsaðgerðir sem boðaðar eru hjá leikskólum borgarinnar. „Hvernig sem maður lítur á uppgjörið eða síðasta ársreikning þá sjáum við bara að rekstur borgarinnar er í vanda, og við sjáum það líka að það er mikil vandi í grunnþjónustunni sem við viljum reka sómasamlega. það þýðir einfaldlega að menn þurfa að taka þennan rekstur í gegn og byrja síðan á því að borga niður skuldir borgarinnar sem eru miklar en líka að styrkja grunnþjónstuna þar sem þess þarf og það þarf ér í skólarekstrinum,“ segir Kjartan.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira