Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:00 Ugla segist vera ýmsu vön en aldrei hafa séð slíkt magn hatursummæla. Fox/Skjáskot Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira