Blómstrandi barmenning í Mývatnssveit: „Væri ekki hægt ef ekki væri fyrir ferðamennina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2016 19:45 Mývatn og svæðið í kring er eitt fegursta svæði landsins og því skyldi engan undra að þangað sækja ferðamenn í stórum stíl. Færri vita þó að í kringum Mývatn eru hvorki meira né minna en fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Stunda heimamenn það að „taka hringinn“, pöbbarölt í lengri útgáfu, þar sem ferðast er hringinn í kringum Mývatn og stoppað á hverjum stað. „Svona pöbbarölt var fyrst farið árið 2005,“ segir Ástríður Pétursdóttir Mývetningur, sem farið hefur hringinn á hverju ári frá 2011. Hugmyndin kom frá Þuríði, systur Ástríðar og Gunnari Ben, núverandi hljómborðsleikara Skálmaldar. Þá voru átta staðir með vínveitingaleyfi og hefur þeim fjölgað ár frá ári.Skýrar reglur í kringum hringinnÁstríður og vinir hennar fylgja skýrum reglum í hvert sinn sem hringurinn farinn og eru refsistig gefin fyrir þá sem ekki tekst að fylgja þeim.„Reglan er sú að frá því að komið er á staðinn og þangað til sest er upp í bíl má ekki líða meira en korter. Á þessum tíma þarf að drekka einn lítinn bjór eða drykk,“ segir Ástríður en mikilvægt er að hafa öruggan bílstjóra með í för sé stefnan tekin á að fara hringinn. „Ef maður er ekki kominn inn í bílinn eftir korter fær maður refsistig.“ Auðvitað þarf ekki að fylgja þessum reglum sé ætlunin að taka hringinn í kringum Mývatn en Ástríður segist sífellt heyra af fleirum sem fari hringinn góða. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Mývatn á ári hverju og margfaldast íbúafjöldi sveitarinnar hvert sumar vegna starfsmanna sem koma og vinna í sveitinni við ferðaþjónustuna. Undir orð Ástríðar tekur Helgi Héðinsson sem rekur Dimmuborgir Guesthouse sem er einn af þeim stöðum sem er með vínveitingaleyfi. „Það er oft mikil stemmning þegar menn fara á milli og kíkja á staðina. Þetta er mjög skemmtileg menning sem hefur myndast í kringum þetta og mjög algengt að menn taki hringinn og stoppi á einhverjum stöðum,“ segir Helgi. Jarðböðin í Mývatnssveit er einn þeirra staða sem hefur vínveitingaleyfi.Vísir/PjeturEnn að selja úr sömu koníaksflöskunni En þrátt fyrir að heimamenn sæki í staðina eru erlendu ferðamennirnir ástæða þess að í sveitinni eru fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Áætlað er að tæplega helmingur allra ferðamanna sem komi til Íslands sæki Mývatnssveit heim. „Hingað koma mikið af ferðamönnum og þeir vilja bjór, það er ekki flókið,“ segir Friðrik Jakobsson sem rekur Kaffi Borgir. „Það þykir bara ömurlegt ef ferðamaður kemur og vill kaupa sér bjór og það er ekki til.“ Friðrik tekur þó fram að þrátt fyrir að í sveitinni megi finna alla þessa staði með vínveitingaleyfi þýði það ekki að það sé allir meira og minna í því alla daga, þvert á móti. „Ég hef aldrei þurft að vísa neinum frá vegna ofurölvunar á tíu ára tímabili. Þetta er mjög frábrugðið því sem maður sér t.d. úr miðbæ Reykjavíkur um helgar,“ segir Friðrik sem ætti að þekkja enda rak hann veitingastað í borginni um árabil. Bætir hann því við að hann sé enn að selja úr sömu koníaksflösku og hann keypti þegar hann tók við Kaffi Borgum fyrir sex árum síðan. Ásókn ferðamanna til Íslands hefur aukist gríðarlega með hverju ári sem líður og sýnist sitt hverjum um þau áhrif sem þeir hafa á íslenskt samfélag og umhverfi. Ástríður segir að í þeirri umræðu vilji það oft gleymast hvað ferðamenn hafi fært Íslendingunum og barmenningin í Mývatnssveit sé skýrt dæmi um það. „Við erum rosalega þakklát fyrir ferðamennina hér vegna þess að ef það væri ekki fyrir þá væri þetta ekki hægt. Það er mjög margt skemmtilegt að gerast vegna þeirra og ekki bara í Mývatnssveit. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Mývatn og svæðið í kring er eitt fegursta svæði landsins og því skyldi engan undra að þangað sækja ferðamenn í stórum stíl. Færri vita þó að í kringum Mývatn eru hvorki meira né minna en fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Stunda heimamenn það að „taka hringinn“, pöbbarölt í lengri útgáfu, þar sem ferðast er hringinn í kringum Mývatn og stoppað á hverjum stað. „Svona pöbbarölt var fyrst farið árið 2005,“ segir Ástríður Pétursdóttir Mývetningur, sem farið hefur hringinn á hverju ári frá 2011. Hugmyndin kom frá Þuríði, systur Ástríðar og Gunnari Ben, núverandi hljómborðsleikara Skálmaldar. Þá voru átta staðir með vínveitingaleyfi og hefur þeim fjölgað ár frá ári.Skýrar reglur í kringum hringinnÁstríður og vinir hennar fylgja skýrum reglum í hvert sinn sem hringurinn farinn og eru refsistig gefin fyrir þá sem ekki tekst að fylgja þeim.„Reglan er sú að frá því að komið er á staðinn og þangað til sest er upp í bíl má ekki líða meira en korter. Á þessum tíma þarf að drekka einn lítinn bjór eða drykk,“ segir Ástríður en mikilvægt er að hafa öruggan bílstjóra með í för sé stefnan tekin á að fara hringinn. „Ef maður er ekki kominn inn í bílinn eftir korter fær maður refsistig.“ Auðvitað þarf ekki að fylgja þessum reglum sé ætlunin að taka hringinn í kringum Mývatn en Ástríður segist sífellt heyra af fleirum sem fari hringinn góða. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Mývatn á ári hverju og margfaldast íbúafjöldi sveitarinnar hvert sumar vegna starfsmanna sem koma og vinna í sveitinni við ferðaþjónustuna. Undir orð Ástríðar tekur Helgi Héðinsson sem rekur Dimmuborgir Guesthouse sem er einn af þeim stöðum sem er með vínveitingaleyfi. „Það er oft mikil stemmning þegar menn fara á milli og kíkja á staðina. Þetta er mjög skemmtileg menning sem hefur myndast í kringum þetta og mjög algengt að menn taki hringinn og stoppi á einhverjum stöðum,“ segir Helgi. Jarðböðin í Mývatnssveit er einn þeirra staða sem hefur vínveitingaleyfi.Vísir/PjeturEnn að selja úr sömu koníaksflöskunni En þrátt fyrir að heimamenn sæki í staðina eru erlendu ferðamennirnir ástæða þess að í sveitinni eru fjórtán staðir með vínveitingaleyfi. Áætlað er að tæplega helmingur allra ferðamanna sem komi til Íslands sæki Mývatnssveit heim. „Hingað koma mikið af ferðamönnum og þeir vilja bjór, það er ekki flókið,“ segir Friðrik Jakobsson sem rekur Kaffi Borgir. „Það þykir bara ömurlegt ef ferðamaður kemur og vill kaupa sér bjór og það er ekki til.“ Friðrik tekur þó fram að þrátt fyrir að í sveitinni megi finna alla þessa staði með vínveitingaleyfi þýði það ekki að það sé allir meira og minna í því alla daga, þvert á móti. „Ég hef aldrei þurft að vísa neinum frá vegna ofurölvunar á tíu ára tímabili. Þetta er mjög frábrugðið því sem maður sér t.d. úr miðbæ Reykjavíkur um helgar,“ segir Friðrik sem ætti að þekkja enda rak hann veitingastað í borginni um árabil. Bætir hann því við að hann sé enn að selja úr sömu koníaksflösku og hann keypti þegar hann tók við Kaffi Borgum fyrir sex árum síðan. Ásókn ferðamanna til Íslands hefur aukist gríðarlega með hverju ári sem líður og sýnist sitt hverjum um þau áhrif sem þeir hafa á íslenskt samfélag og umhverfi. Ástríður segir að í þeirri umræðu vilji það oft gleymast hvað ferðamenn hafi fært Íslendingunum og barmenningin í Mývatnssveit sé skýrt dæmi um það. „Við erum rosalega þakklát fyrir ferðamennina hér vegna þess að ef það væri ekki fyrir þá væri þetta ekki hægt. Það er mjög margt skemmtilegt að gerast vegna þeirra og ekki bara í Mývatnssveit.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30
Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, hefur orðið var við mikla aukningu ferðamanna í sumar. 17. ágúst 2016 09:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent