Því er oft fleygt fram að um tíu prósent Evrópubúa séu getnir á rúmi frá húsgagnarisanum IKEA. Já eða fimm prósent allra Breta. Orðrómar um slíkt hafa verið uppi í þónokkur ár.
The New York Times nefndi þetta í nýlegri grein sinni Ikea Forever, og síðan þá hafa fjölmargir miðlar haldið því fram að einn af hverjum tíu íbúum Evrópu megi rekja til dýnu frá IKEA. Flestir miðlar vitna í grein The New York Times.
Vefsíðan Indy100, sem er rekin af The Independent, grennslaðist fyrir um málið og sögðust talsmenn IKEA ætla að rannsaka hvort að eitthvað væri til í tölfræðinni.
Ríflega 884 milljónir manns heimsækja IKEA árlega og því töluvert margir sem eiga IKEA rúm. Nú er að bíða og sjá hvort að rétt reynist.
IKEA rannsakar hvort tíundi hver Evrópubúi sé getinn á rúmum þess
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið








Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum
Tíska og hönnun

Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð
Bíó og sjónvarp
