Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2016 10:04 Margrét Erla er þaulvön fjölmiðlakona. Vísir/GVA „Minnum fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vestmannaeyjum,“ sagði Margrét Erla Maack, útvarpskona, í lok Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þegar þáttastjórnendur kynntu inn Þjóðhátíðarlagið 2016.Hér má heyra ummælin en þau eru í lok þáttarins eftir klukkustund og 37 mínútur. Fór um aðra í hljóðveri þegar Margrét lét orðin falla og heyrðist í einum segja „Oj, bara“ þegar tónar Þjóðhátíðarlagsins tóku að heyrast í útvarpinu. Margrét Erla var gagnrýnd fyrir ummælin á Facebook og þar vísar hún í Twitter-færslu rithöfundarins Dags Hjartarsonar sem spyr hvort slagorð Þjóðhátíðar í ár verði: „Naugðum inni.“Er slagorð Þjóðhátíðar 'Nauðgum inni“? Gefum Páleyju orðið: pic.twitter.com/2GC22FDZFO— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 19, 2016Tilefni tístsins eru orð Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en fréttina má sjá hér að neðan. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Páley hefur verið gagnrýnd mjög fyrir þessi orð og fyrir þá ákvörðun að banna lögregluyfirvöldum og öðrum að tjá sig um kynferðisbrot sem gætu orðið á Þjóðhátíð í ár. Þessi hátturinn var einnig hafður á í fyrra. Til að mynda skrifaði Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri 365, í leiðara Fréttablaðsins í dag að þessi viðhorf hæfðu ekki 21. öldinni. „Þessi rök halda ekki heldur vatni. Þegar tugþúsundir safnast saman er hægara sagt en gert að leggja saman tvo og tvo til að finna út málsaðila. Það að fólk fari sjálfviljugt inn í lokuð rými, það séu einungis tveir til frásagnar eða að fólk þekkist er hins vegar gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. Öldinni,“ skrifaði Fanney og spurði hvort hagsmunir fórnarlamba væru raunverulega ástæðan fyrir ákvörðun lögreglustjórans. „..eða hvort hann sé raunverulega að reyna að tryggja að skuggi falli ekki á Þjóðhátíð á meðan á henni stendur. Það er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sem dæmi má nefna að bæði kaþólska kirkjan og BBC hafa verið staðin að því að þagga niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd.“ Svona hagar lögreglan á Íslandi upplýsingagjöf þegar kemur að kynferðisbrotum.Margrét Erla hefur verið áberandi í myndböndum Druslugöngunnar sem gengin verður um helgina en gangan gengur út á að skila skömminni sem þolendur upplifa gjarnan eftir að brotið hefur verið á þeim kynferðislega til gerenda. Margrét steig fram í einu myndbandanna og sagði frá eigin nauðgun. Margrét vísar í myndbandið hér að neðan á Facebook þar sem hún er spurð út í ummælin með eftirfarandi útskýringu: „Ég viðurkenni það að kaldhæðni skilar sér sjaldan í útvarpi. Mér er einfaldlega nóg boðið, eins og svo mörgum öðrum, meðal annars ríkislögreglustjóra, hvernig tekið er á þessum málum í Vestmannaeyjum. Tímaskekkja og rugl. Þetta var kaldhæðnisleg athugasemd um ljótan veruleika og ég er glöð að við séum öll sammála um að þetta hafi farið yfir strikið. Ekki reyna að misskilja mig að ég sé að hvetja til nauðgana. Stundum er ég grimmur gargandi háðsfugl. Nauðganir eru svartur blettur á hátíð sem ég efast ekki um að sé frábær þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi. Afsakið,“ skrifaði Margrét. Tengdar fréttir Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir hönnuðu varninginn fyrir Druslugönguna þetta árið sem gengin verður næstkomandi laugardag frá Hallgrímskirkju. Áhersla göngunnar í ár verður að þrýsta á samfélagið til þess að þrýsta á samfélagið til þess að gera meira í þessum málaflokki. 18. júlí 2016 08:00 Margrét skammast sín og á allt eins von á að vera kölluð á teppið Fjölmiðlakonan er ósammála lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og þótti ankannalegt að tjá sig ekki þegar þjóðhátíðarlagið var kynnt inn. 20. júlí 2016 11:00 Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. 14. júlí 2016 10:08 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
„Minnum fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vestmannaeyjum,“ sagði Margrét Erla Maack, útvarpskona, í lok Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þegar þáttastjórnendur kynntu inn Þjóðhátíðarlagið 2016.Hér má heyra ummælin en þau eru í lok þáttarins eftir klukkustund og 37 mínútur. Fór um aðra í hljóðveri þegar Margrét lét orðin falla og heyrðist í einum segja „Oj, bara“ þegar tónar Þjóðhátíðarlagsins tóku að heyrast í útvarpinu. Margrét Erla var gagnrýnd fyrir ummælin á Facebook og þar vísar hún í Twitter-færslu rithöfundarins Dags Hjartarsonar sem spyr hvort slagorð Þjóðhátíðar í ár verði: „Naugðum inni.“Er slagorð Þjóðhátíðar 'Nauðgum inni“? Gefum Páleyju orðið: pic.twitter.com/2GC22FDZFO— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 19, 2016Tilefni tístsins eru orð Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en fréttina má sjá hér að neðan. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Páley hefur verið gagnrýnd mjög fyrir þessi orð og fyrir þá ákvörðun að banna lögregluyfirvöldum og öðrum að tjá sig um kynferðisbrot sem gætu orðið á Þjóðhátíð í ár. Þessi hátturinn var einnig hafður á í fyrra. Til að mynda skrifaði Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri 365, í leiðara Fréttablaðsins í dag að þessi viðhorf hæfðu ekki 21. öldinni. „Þessi rök halda ekki heldur vatni. Þegar tugþúsundir safnast saman er hægara sagt en gert að leggja saman tvo og tvo til að finna út málsaðila. Það að fólk fari sjálfviljugt inn í lokuð rými, það séu einungis tveir til frásagnar eða að fólk þekkist er hins vegar gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. Öldinni,“ skrifaði Fanney og spurði hvort hagsmunir fórnarlamba væru raunverulega ástæðan fyrir ákvörðun lögreglustjórans. „..eða hvort hann sé raunverulega að reyna að tryggja að skuggi falli ekki á Þjóðhátíð á meðan á henni stendur. Það er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sem dæmi má nefna að bæði kaþólska kirkjan og BBC hafa verið staðin að því að þagga niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd.“ Svona hagar lögreglan á Íslandi upplýsingagjöf þegar kemur að kynferðisbrotum.Margrét Erla hefur verið áberandi í myndböndum Druslugöngunnar sem gengin verður um helgina en gangan gengur út á að skila skömminni sem þolendur upplifa gjarnan eftir að brotið hefur verið á þeim kynferðislega til gerenda. Margrét steig fram í einu myndbandanna og sagði frá eigin nauðgun. Margrét vísar í myndbandið hér að neðan á Facebook þar sem hún er spurð út í ummælin með eftirfarandi útskýringu: „Ég viðurkenni það að kaldhæðni skilar sér sjaldan í útvarpi. Mér er einfaldlega nóg boðið, eins og svo mörgum öðrum, meðal annars ríkislögreglustjóra, hvernig tekið er á þessum málum í Vestmannaeyjum. Tímaskekkja og rugl. Þetta var kaldhæðnisleg athugasemd um ljótan veruleika og ég er glöð að við séum öll sammála um að þetta hafi farið yfir strikið. Ekki reyna að misskilja mig að ég sé að hvetja til nauðgana. Stundum er ég grimmur gargandi háðsfugl. Nauðganir eru svartur blettur á hátíð sem ég efast ekki um að sé frábær þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi. Afsakið,“ skrifaði Margrét.
Tengdar fréttir Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir hönnuðu varninginn fyrir Druslugönguna þetta árið sem gengin verður næstkomandi laugardag frá Hallgrímskirkju. Áhersla göngunnar í ár verður að þrýsta á samfélagið til þess að þrýsta á samfélagið til þess að gera meira í þessum málaflokki. 18. júlí 2016 08:00 Margrét skammast sín og á allt eins von á að vera kölluð á teppið Fjölmiðlakonan er ósammála lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og þótti ankannalegt að tjá sig ekki þegar þjóðhátíðarlagið var kynnt inn. 20. júlí 2016 11:00 Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. 14. júlí 2016 10:08 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir hönnuðu varninginn fyrir Druslugönguna þetta árið sem gengin verður næstkomandi laugardag frá Hallgrímskirkju. Áhersla göngunnar í ár verður að þrýsta á samfélagið til þess að þrýsta á samfélagið til þess að gera meira í þessum málaflokki. 18. júlí 2016 08:00
Margrét skammast sín og á allt eins von á að vera kölluð á teppið Fjölmiðlakonan er ósammála lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og þótti ankannalegt að tjá sig ekki þegar þjóðhátíðarlagið var kynnt inn. 20. júlí 2016 11:00
Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. 14. júlí 2016 10:08