Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Áttatíu prósent þeirra Airbnb-leigusala sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. Vísir/Anton Brink Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.
Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30