Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Áttatíu prósent þeirra Airbnb-leigusala sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. Vísir/Anton Brink Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.
Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent