Leiðsögn um Rætur Árbæjar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Hér má sjá einn af könnunarskurðunum. Víst er að skurðirnir geta og hafa nú þegar sagt okkur ýmislegt um sögu bæjarstæðis Árbæjar. Mynd/Árbæjarsafn Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí. Fornminjar Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Efnt verður til leiðsagna á Árbæjarafni þar sem áhugasamir frá innsýn inn í nýja fornleifarannsókn á bæjarstæði Árbæjar. Rannsóknin hefur farið fram í sumar en er þó rétt að hefjast. Sólrún Inga Traustadóttir er uppgraftarstjóri verkefnisins og mun leiða gesti um svæðið. Verkefnið ber heitið Rætur Árbæjar. „Þetta er frumrannsókn á bæjarstæði Árbæjar sem er staðsett inn á Árbæjarsafni,“ segir Sólrún en teknir voru fimm könnunarskurðir á gamla bæjarstæði Árbæjar. „Það voru fornleifar í öllum fimm skurðunum frá mismunandi tímabilum. Þar á meðal er öskuhaugur gamla bæjarinns, sem er svolítið merkilegt út af fyrir sig. Öskuhaugar geta sagt okkur mikið um fólkið sem bjó á bænum og gefið okkur upplýsingar um efnahag þeirra og til dæmis tengingu við útlönd,“ segir Sólrún en einnig fundust tvö mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 og annað þeirra gæti verið enn eldra, jafnvel frá landnámstíð. „Við vitum ekki enn hverskonar mannvirki þetta eru þar sem við eigum eftir að opna stærra svæði. Þetta eru tveir veggir undir gjóskulagi frá 1226. Gjóskulagið notum við mikið í fornleifafræðinni, það er hálfgerð tímalína,“ segir Sólrún og bætir við: „Elstu rituðu heimildirnar um búsetu á þessum slóðum eru frá miðri 15. öld. Með þessum fundi erum við að bæta við búsetusöguna á þessu svæði og mögulega líka við búsetusögu Reykjavíkur.“ Fornleifarannsóknir taka töluverðan tíma og hefur verkefnið Rætur Árbæjar sem fyrr sagði staðið yfir frá því í sumar og segir Sólrún erfitt að segja hvenær hægt verði að segja því lokið. „Við erum rétt á byrjunarstigi og í haust verður farið í að vinna úr gögnunum og vinna rannsóknaráætlun út frá þessum niðurstöðum.“ Hún segir þó ljóst að um sé að ræða margar ára eða jafnvel áratuga langt verkefni. Auk Sólrúnar komu þær Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa hjá Borgarsögusafni og Margrét Björk Magnúsdóttir fornleifafræðingur að uppgreftrinum. Þeir sem eru áhugasamir um verkefnið hafa kost á því að koma á Árbæjarsafn í dag, bæði klukkan 14.00 og 16.00 þar sem Sólrún mun leiða leiðsögn. Leiðsögnin fer fram á íslensku og frítt er inn á meðan á henni stendur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. júlí.
Fornminjar Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira