Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 18:06 Höskuldur Þórhallsson og Þorsteinn Sæmundsson. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir yfirlýsingu flokksbróður síns, Höskuldar Þórhallssonar, um orð formanns flokksins minna hann á þegar Höskuldur steig óvænt fram á tröppum í Alþingishúsinu í vor og kynnti öllum að óvörum samkomulag ríkisstjórnarflokkanna. Þetta sagði Þorsteinn í síðdegisútvarpi Rásar 2 en Höskuldur ritaði í dag á Facebook að orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að ekki liggi á að halda þingkosningar í haust, séu til þess eins fallin að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan er í þinginu og setja þar allt í upplausn. „Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn,“skrifaði Höskuldur. Þorsteinn sagði í síðdegisútvarpi Rásar 2 að þessi skrif Höskuldar væru klaufaleg og sagðist ekki vita til þess að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins séu honum sammála. Þorsteinn sagði klárt að kosið verði í haust að því gefnu að ákveðin mál ríkisstjórnarinnar verði kláruð, það sé skilningur hans, forsætisráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar og formanns flokksins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Sigurður Ingi sagði við Ríkisútvarpið fyrr í dag að kosið verði í haust að því gefnu að málefni ríkisstjórnarinnar verði sett í öndvegi og þau kláruð. Sigurður Ingi sagði þau mál sem stjórnarflokkarnir vilji leggja áherslu á séu meðal annars afnám hafta á einstaklinga og fyrirtæki, húsnæðismál og samspil séreignasparnaðar og verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þar að auki liggi fyrir þrjár tillögur að breytingum á stjórnarskrá.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45 Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Ekkert hefur náðst í foringja ríkisstjórnarinnar vegna ummæla Sigmundar Davíðs. 27. júlí 2016 15:45
Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ "Ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar "blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar,“ segir Höskuldur Þórhallsson. 6. apríl 2016 22:55
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51