Innlent

Formaður Landssambands æskulýðsfélaga grunaður um fjárdrátt

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
LÆF hefur aðsetur í Hinu húsinu.
LÆF hefur aðsetur í Hinu húsinu. vísir/gva
Formaður Landssambands æskulýðsfélaga sagði af sér í liðinni viku eftir að upp kom grunur um að hann hefði mishöndlað fé félagsins. Stjórn félagsins hyggst leggja fram kæru á hendur formanninnum sökum þessa. Þetta staðfestir Sigurður Sigurðsson, varaformaður sambandsins og starfandi formaður, í samtali við Vísi.

Upphæðin sem um ræðir nemur um 400.000 krónum. Upp komst um málið þegar farið var yfir reikninga félagsins. Peningarnir hafa verið greiddir til baka að fullu. Málið er litið alvarlegum augum hjá stjórninni sem hyggst leggja fram kæru vegna málsins í komandi viku. 

Boðað hefur verið til fundar hjá fulltrúaráði sambandsins þar sem nýr stjórnarmeðlimur verður kosinn. Sigurður segir að fyrir fundinum liggi tillaga á þann veg að stjórnarmeðlimir skipti á embættum og nýr stjórnarmaður taki við embætti meðstjórnanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×