Lífið

Ungur Portúgali huggaði niðurbrotinn stuðningsmann Frakka - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt augnablik.
Fallegt augnablik. vísir
Frakkar eru margir hverjir í sárum eftir að landslið þeirra tapaði fyrir Portúgal í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fór í París í gærkvöldi.

Portúgal vann leikinn 1-0 eftir framlengingu. Mikil dramatík var á Stade de France í gærkvöldi en Cristiano Ronaldo, stjarna Portúgal, varð að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla. Útlitið var þá orðið bjart fyrir franska liðið en leikmenn liðsins náði ekki að koma boltanum í netið og tapaði Frakkland sínum fyrsta leik á EM á heimavelli í sögunni.

Stuðningsmenn Frakka áttu margir hverjir erfitt og náðist heldur skemmtilegt myndband af ungum stuðningsmanni portúgalska landsliðsins þegar hann huggar hágrátandi fullorðinn karlmann sem klæddur var í franska landsliðsbúninginn.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum og má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×