Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Höskuldur Kári Schram skrifar 14. júlí 2016 18:45 Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. Kjararáð hefur þrisvar á síðustu sjö mánuðum hækkað laun embættismanna um tugi prósenta. Í desember hækkuðu laun dómarar um allt að 48 prósent. Í síðasta mánuði voru laun ráðuneytis- og skrifstofustjóra hækkuð um að allt 35 prósent og nú síðast ákvað ráðið að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana og embættismanna um allt að helming. Um er að ræða muni meiri hækkanir en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta grafa undan Salek samstarfinu svokallaða um stöðugleika á launamarkaði. „Mér finnst þetta nánast vera einn af nokkrum nöglum í líkkistu Saleks sem við höfum verið að sjá á undanförnum mánuðum,“ sagði Árni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tekur í sama streng og segir að ákvarðanir kjararáðs sé engu samræmi við Salek. „Þannig að við munum bara meta þetta og það eru endurskoðunarákvæði hjá okkur í febrúar. Og ef að samninganefnd Alþýðusambandsins kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé á skjön sem að blasir eiginlega við þá mun þetta hafa áhrif á alla aðra kjarasamninga í landinu,“ segir Gylfi. Hann segir að ríkisstjórnin og Alþingi verði að bregðast við þessu til að skapa sátt á vinnumarkaði. „Ætlar ríkisstjórnin að láta þessa atburðarás fara svona fram eins og blasir við eða ætlar hún að grípa eitthvað inn í þetta? Alþingi taldi mikilvægt að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra og kom sérstaklega saman í sumarleyfinu til að bregðast við því. Ég spyr bara er þá ekki ástæða til að Alþingi íhugi þetta? Ef ekki þá verðum við bara að meta stöðuna í febrúar. Ég vil ekkert kveða upp úr með það. Það er ekki mitt að gera það einn. En ég get bara bent á að það blasir við að þetta er ekki í neinu samræmi við það sem við erum að gera á vinnumarkaðinum,“ segir Gylfi. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. Kjararáð hefur þrisvar á síðustu sjö mánuðum hækkað laun embættismanna um tugi prósenta. Í desember hækkuðu laun dómarar um allt að 48 prósent. Í síðasta mánuði voru laun ráðuneytis- og skrifstofustjóra hækkuð um að allt 35 prósent og nú síðast ákvað ráðið að hækka laun nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana og embættismanna um allt að helming. Um er að ræða muni meiri hækkanir en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta grafa undan Salek samstarfinu svokallaða um stöðugleika á launamarkaði. „Mér finnst þetta nánast vera einn af nokkrum nöglum í líkkistu Saleks sem við höfum verið að sjá á undanförnum mánuðum,“ sagði Árni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tekur í sama streng og segir að ákvarðanir kjararáðs sé engu samræmi við Salek. „Þannig að við munum bara meta þetta og það eru endurskoðunarákvæði hjá okkur í febrúar. Og ef að samninganefnd Alþýðusambandsins kemst að þeirri niðurstöðu að þetta sé á skjön sem að blasir eiginlega við þá mun þetta hafa áhrif á alla aðra kjarasamninga í landinu,“ segir Gylfi. Hann segir að ríkisstjórnin og Alþingi verði að bregðast við þessu til að skapa sátt á vinnumarkaði. „Ætlar ríkisstjórnin að láta þessa atburðarás fara svona fram eins og blasir við eða ætlar hún að grípa eitthvað inn í þetta? Alþingi taldi mikilvægt að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra og kom sérstaklega saman í sumarleyfinu til að bregðast við því. Ég spyr bara er þá ekki ástæða til að Alþingi íhugi þetta? Ef ekki þá verðum við bara að meta stöðuna í febrúar. Ég vil ekkert kveða upp úr með það. Það er ekki mitt að gera það einn. En ég get bara bent á að það blasir við að þetta er ekki í neinu samræmi við það sem við erum að gera á vinnumarkaðinum,“ segir Gylfi.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira