Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 11:10 Bjarni Benediktsson segir breytingar á lögum um kjararáð árið 2009 valda vandræðum nú. Vísir „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi í morgun aðspurður um kjararáð og fregnir af úrskurðum ráðsins að undanförnu. Bjarni tók þó skýrt fram að með þessum orðum væri hann farinn að tjá sig um hluti sem hann hefði ekkert að segja um. Kjararáð hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækkuðu um tugi prósenta eftir nýja úrskurði ráðsins. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní. Bjarni sagðist ekki hafa neitt með úrskurði ráðsins að gera. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru orðin margföld meðallaun í landinu.“ Fjármálaráðherrann segir vandann heimatilbúinn, það er að segja að hann eigi rætur sínar að rekja til óeðlilegra inngripa þingsins til þessara mála með breytingum á lögum um kjararáð árið 2009. Með lagabreytingunni var þeim störfum sem kjararáð skal ákveða kjör fyrir fjölgað. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að ráðið ákvarði laun mun færri en það er eðlilegra að mati Bjarna, að fólk hafi frelsi til að semja um eigin kjör.Úr Fréttablaðinu í síðustu viku.Vísir„Markmið frumvarpsins er annars vegar að fjölga þeim aftur sem taka laun samkvæmt samningum á hefðbundinn hátt og hins vegar að þeir sem ekki geta samið um laun á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna hafi meiri aðkomu að málum þegar ákvarðanir eru teknar um laun og starfskjör þeirra en nú,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneytinu. „En það er ekki þannig að kjararáð sé að semja um þessi laun. Þau gera rannsókn á því hvað fólk í sambærilegum stöðum er með í laun,“ útskýrði Bjarni og nefndi að kjararáð byggði ákvarðanir sínar á skýrslum og gögnum. Bjarni sagði þó mikilvægt að fá toppfólk til sérfræðistarfa í landinu. „Það þarf að ráða sérfræðinga í þessi störf.“ Hann sagði það sérstakt að hafa verið að ræða það fyrir stuttu í fjölmiðlum hversu mikilvægt það væri að bjóða læknum góð kjör en að annar tónn sé í landanum nú. „Þá voru allir sammála um að ef við ætluðum að fá besta mögulega fólk til landsins að þá yrðum við að tryggja að fá sem best kjör fyrir sérfræðinga,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði jafnframt að ekki væri kosningahrollur í Sjálfstæðisflokknum eða ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann sagðist munu benda kjósendum á góð störf ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og að á miklum óvissutímum væri gott að halda áfram á sömu braut. Tengdar fréttir Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. 14. júlí 2016 18:45 Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 16. júlí 2016 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi í morgun aðspurður um kjararáð og fregnir af úrskurðum ráðsins að undanförnu. Bjarni tók þó skýrt fram að með þessum orðum væri hann farinn að tjá sig um hluti sem hann hefði ekkert að segja um. Kjararáð hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu en laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækkuðu um tugi prósenta eftir nýja úrskurði ráðsins. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní. Bjarni sagðist ekki hafa neitt með úrskurði ráðsins að gera. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru orðin margföld meðallaun í landinu.“ Fjármálaráðherrann segir vandann heimatilbúinn, það er að segja að hann eigi rætur sínar að rekja til óeðlilegra inngripa þingsins til þessara mála með breytingum á lögum um kjararáð árið 2009. Með lagabreytingunni var þeim störfum sem kjararáð skal ákveða kjör fyrir fjölgað. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um kjararáð þar sem lagt er til að ráðið ákvarði laun mun færri en það er eðlilegra að mati Bjarna, að fólk hafi frelsi til að semja um eigin kjör.Úr Fréttablaðinu í síðustu viku.Vísir„Markmið frumvarpsins er annars vegar að fjölga þeim aftur sem taka laun samkvæmt samningum á hefðbundinn hátt og hins vegar að þeir sem ekki geta samið um laun á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna hafi meiri aðkomu að málum þegar ákvarðanir eru teknar um laun og starfskjör þeirra en nú,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneytinu. „En það er ekki þannig að kjararáð sé að semja um þessi laun. Þau gera rannsókn á því hvað fólk í sambærilegum stöðum er með í laun,“ útskýrði Bjarni og nefndi að kjararáð byggði ákvarðanir sínar á skýrslum og gögnum. Bjarni sagði þó mikilvægt að fá toppfólk til sérfræðistarfa í landinu. „Það þarf að ráða sérfræðinga í þessi störf.“ Hann sagði það sérstakt að hafa verið að ræða það fyrir stuttu í fjölmiðlum hversu mikilvægt það væri að bjóða læknum góð kjör en að annar tónn sé í landanum nú. „Þá voru allir sammála um að ef við ætluðum að fá besta mögulega fólk til landsins að þá yrðum við að tryggja að fá sem best kjör fyrir sérfræðinga,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði jafnframt að ekki væri kosningahrollur í Sjálfstæðisflokknum eða ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann sagðist munu benda kjósendum á góð störf ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og að á miklum óvissutímum væri gott að halda áfram á sömu braut.
Tengdar fréttir Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. 14. júlí 2016 18:45 Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 16. júlí 2016 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Salek samstarfið í uppnámi út af kjararáði Salek samstarfið um stöðugleika á launamarkaði er í uppnámi eftir ítrekaðar ákvarðanir kjararáðs um miklar launahækkanir embættismanna. Forseti Alþýðusambandsins segir að ríkisstjórn og Alþingi verði að beita sér í málinu og afturkalla þessar hækkanir sé ætlunin að halda frið á vinnumarkaði. 14. júlí 2016 18:45
Kjararáð ákvarði laun fyrir mun færri Með frumvarpi til nýrra laga um kjararáð er lagt til að fækkað verði verulega þeim sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör. 16. júlí 2016 07:00