Nærri 80 fórnarlömb vilja sanngirnisbætur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 1. júlí 2016 05:00 Niðurstaða sérstakrar rannsóknarnefndar var sú að starfsmenn kaþólsku kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökunum nemenda Landakotsskóla um ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Alls sóttu 42 fyrrverandi nemendur Landakotsskóla og 36 fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans um sanngirnisbætur á grundvelli innköllunar í vetur. Frestur til að lýsa kröfum rann út 10. júní síðastliðinn. „Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst,“ greinir Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, frá. Embættið kallaði eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Landakotsskóla vegna lagabreytingar í lok síðasta árs. Samkvæmt lagabreytingunni er ráðherra nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vistheimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Hafa má til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. Vistheimilanefnd var skipuð til að kanna meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum hins opinbera í kjölfar upplýsinga um ofbeldi gegn drengjum sem vistaðir voru á uppeldisheimili ríkisins í Breiðavík á árunum 1952 til 1979. Kallað var eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 í kjölfar dóms Hæstaréttar 17. ?desember síðastliðinn. Vistheimilanefnd hafði afmarkað könnun á skólanum við tímabilið 1947-1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. Að sögn Halldórs taldi nefndin að með fyrstu barnaverndarlögin að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum.„Bætur ber að ákveða samkvæmt lögum í samráði við innanríkisráðherra. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir snemma í ágúst.“ Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra.Síðari mörkin, árið 1992, hafi verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsiverð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist 2008 hafi öll möguleg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaga. Kona sem var nemandi í skólanum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var afmörkun tímabilsins talin stangast á við lög þar sem nefndin hafi ekki haft umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Hátt í 900 einstaklingar hafa fengið sanngirnisbætur úr ríkissjóði á grundvelli könnunar vistheimilanefndar og nemur upphæðin samtals rétt rúmum tveimur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Árið 2011 skipaði Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sérstaka rannsóknarnefnd að beiðni kaþólska biskupsins á Íslandi, sem hafði það verkefni að rannsaka starfshætti og viðbrögð við ásökunum á hendur þjónum kaþólsku kirkjunnar um ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi. Niðurstaða nefndarinnar var að starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við ásökununum og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Það er skýrsla þeirrar nefndar sem innköllun sú sem nú er lokið er byggð á. Fréttablaðið greindi frá því í júní 2014 að kirkjan hefði boðið bætur frá rúmum 80 þúsundum króna upp í 300 þúsund krónur. Einstaklingar sem sættu illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera fengu frá 400 þúsundum króna upp í ríflega sex milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira