Íslenskur stuðningsmaður varð fyrir fólskulegri árás á O´Sullivans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 12:08 Arnar Þór Gíslason fagnar því að augun hafi sloppið þegar enskur stuðningsmaður réðst á hann upp úr þurru í gærkvöldi. „Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Augun sluppu svo maður getur horft á leikinn,“ segir Arnar Þór Gíslason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, sem varð fyrir tilefnislausri og fólskulegri árás á írskum bar við Rauðu Mylluna um miðnætti í gærkvöldi. „Við vorum bara að spjalla við einhverja Frakka og það kemur gaur að okkur sem spyr hvort við séum Íslendingar. Við svörum játandi og sekúndu seinna er nefið farið í sundur,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi. Nefið hafi hreinlega rifnað af en sauma þurfti tuttugu spor. Hann segir hlutina hafa gerst svo hratt að hann hafi varla áttað sig á því. Allt í einu hafi hann verið með hluta af nefi sínu í höndinni. Hann hafi nú horft á myndbandsupptökur með lögreglunni í París og þar sést hve skyndileg árásin varð. Þetta hafi bókstaflega gerst á einni sekúndu.Arnar ræddi árásina einnig í úvarpsþættinum Harmageddon en viðtalið má heyra hér að neðan. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en dyraverðir voru fljótir að stökkva til eftir árásina og handsama manninn sem er að sögn Arnars Þórs 25 ára Englendingur. Sem kunnugt er sigruðu Íslendingar þá ensku 2-1 í sextán liða úrslitum EM. Flestir Englendingar tóku sigri Íslands vel, eins og sjá mér hér, en þó hafa borist fregnir af fleiri Íslendingum sem urðu fyrir barðinu á ósáttum Englendingum. Sjá einnig: Flöskum kastað í íslenska fjölskyldu eftir leik Arnar Þór var á lögreglustöð í París þegar Vísir náði af honum tali. Hann bar sig vel, lagði áherslu á mikilvægi þess að geta séð með báðum augum enda stórleikurinn framundan á sunnudaginn, sem Arnar Þór ætlar svo sannarlega ekki að missa af.Mikill fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á þessum sama írska bar kvöldið fyrir og eftir að okkar menn lögðu Austurríkismenn á Stade de France í lokaumferð riðlakeppninnar. Staðurinn heitir O’Sullivans, er afar stór og við hlið Rauðu Myllunnar.Að neðan má sjá svipmyndir frá stemningunni eftir leikinn gegn Austurríki.Arnar Þór segir að stemningin hafi verið öllu minni í gærkvöldi en sé þó að aukast enda styttist í stóru stundina þegar okkar menn mæta heimamönnum á sunnudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15 Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15 Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Amma í Kópavogi vorkenndi strákunum, fór í símaskrána og hringdi í Heimi Hallgríms Halldóra Hallfreðsdóttir lætur verkin tala og ákvað að bjóða strákunum okkar upp á ís. 1. júlí 2016 11:15
Sjáðu íslenska stemningu við Rauðu Mylluna í París Vísir tók púlsinn á Íslendingum sem söfnuðust saman í Moulan Rouge-hverfinu í París fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 12:15
Rauða Myllan máluð blá | Sjáðu myndirnar Íslenskir stuðningsmenn gerðu sér glaðan dag í Moulin Rouge-hverfinu fyrir leikinn gegn Austurríki. 22. júní 2016 13:30