Umdeilt flúr og slaufur forsöngkonu við Arnarhól Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2016 12:09 Fleiri en færri eru á því að söngkonan hafi farið aðeins fram úr sér þegar hún leiddi fjöldasönginn í gær. Sumir vilja ganga svo langt að segja forsöngvarann í laginu „Ég er kominn heim“, sem sungið var af tugþúsundum við Arnarhól í gær, hafi yfirkeyrt lagið og nánast drepið fjöldasönginn. Gríðarlegur fögnuður ríkti við Arnarhól þegar landsmenn tóku á móti hinum fræknu hetjum sem gerðu garðinn frægan á EM. Og fátt eitt skyggði á þá gleði. Nema ef vera kynni það að púað var á forsætisráðherrann og svo þótti söngkonan Erna Hrönn, sem leiddi fjöldasönginn „Ég er kominn heim“, lifa sig um of inní sönginn.Stórskemmtilega umræðu um söngstíl getur að líta á Facebookvegg hinnar dáðu Þuríðar Sigurðardóttur söngkonu.Þetta atriði er til umræðu á Facebookvegg Þuríðar Sigurðardóttur, sem er einhver dáðasta söngkona íslenskrar dægurlagasögu. Hún segir einfaldlega: „Hvernig dettur forsöngvara í fjöldasöng á Arnarhóli í hug að syngja „Ég er kominn heim“ með endalausum slaufum og stílfæringum“. Fjöldi manna lýsir sig þessu hjartanlega sammála og spratt fram fjörug umræða um þetta atriði á vegg Þuríðar – bráðskemmtileg því ekki er neikvæðninni fyrir að fara þó þarna sé deilt um smekk og tækni; söngstíl og hvað henti tilefninu. Enginn efast um ágæti Ernu Hrannar sem söngkonu.Að finna lagið með útilokunaraðferðinniTónlistarmennirnir Eyþór Gunnarsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson eiga í stórskemmtilegum orðahnippingum um þessa tilteknu umdeildu frammistöðu: „Þessi söngstíll kallast að leita að laginu með útilokunaraðferðinni,“ segir Eyþór. En Friðrik Ómar heldur því fram að Erna sé frábær söngkona. Eyþór segir að sumir frábærir söngvarar leiti að lögum með útilokunaraðferðinni.Þegar Eyþór Gunnarsson og Friðrik Ómar rökræða söngstíl, er rétt að leggja við eyru.„Eins og þú veist vel var hún ekki að því. Söng bara með sinum stíl líkt og fleiri á Arnarhóli.“ Eyþór segist ekki mótmæla því, hann hafi bara ákveðið nafn á þann tiltekna stíl. Friðrik Ómar gefur sig ekki og stendur með vinkonu sinni í Júróvisjón-geiranum fram í rauðan dauðann: „Skil þig. Skemmtilegt nafn það. Ég upplifði þetta sem hennar nálgun sem listamann eins og þegar hljómborðsleikari bætir við nokkrum bláum nótum í sólóið sitt. Það finnst mér skemmtilegt minn kæri!“Hefði mátt sleppa flúri og slaufumNokkrir eru til að taka undir með Friðriki Ómari en þó eru talsvert fleiri sammála Þuríði og Eyþóri. Gísli Sigurgeirsson, gamli fréttamaðurinn fyrrverandi, bendir á það, líkt og svo margir að þetta lag sé Óðins Valdimarssonar, sem fyrstur hljóðritaði það. Margir taka undir það og hefðu kosið að upptaka með Óðni hefði verið spiluð.Þessir þrír eru helst á því að það hefði mátt taka lagið öðrum tökum, við þetta tækifæri í það minnsta.Jón Ólafsson tónlistarmaður segir: „Ef hún var að stýra fjöldasöng þá hefði hún átt að sleppa flúri og slaufum. Ef hún var bara að flytja lagið frá eigin brjósti var henni frjálst að gera það sem hún vildi.“Yfirkeyrði og steindrap fjöldasönginnOg Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur og gagnrýnandi, sem er áhugamaður um tónlistarsögu, er ekkert að skafa af því frekar en fyrri daginn: „Það er vegna þess að hún er kjáni og veit hvorki hvar hún er stödd né í hvaða tilgangi. Nú skildi maður halda að piltar eins og þeir sem þarna voru í forsvari þekki til hópsöngs á þjóðhátíð, Svali og Hreimur, en það hefur ekki dugað. Framkoma stúlkunnar var með ágætum en hún hvorki leiddi né stjórnaði fjöldasöng, heldur yfirkeyrði hún og steindrap hann.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur vitnar hins vegar í Bob Dylan máli sínu til stuðnings, en hann er sammála Eyþóri, Páli Baldvin og Þuríði: „Bob Dylan (já af öllum mönnum) gagnrýndi flutning dáðrar söngkonu á bandaríska þjóðsöngnum, sem var einmitt svona flúrsöngur, og sagði að í þessum flutningi hefðu verið allar nóturnar í skalanum - nema þær sem eru í sjálfu laginu. Þessi söngstíll í anda Mariu Carey og slíkra getur orðið þreytandi og ómelódískur.“ Hér neðar getur að líta þennan umrædda flutning og dæmi nú hver fyrir sig. Lagið hefst þegar rúmar 59 mínútur eru liðnar af meðfylgjandi myndskeiði. Tengdar fréttir Það er „brosir“ en ekki „blasir“ móti sól Allt um ungverska slagarann: Ég er kominn heim -- sem heitir ekki Ferðalok. 16. júní 2016 15:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Sumir vilja ganga svo langt að segja forsöngvarann í laginu „Ég er kominn heim“, sem sungið var af tugþúsundum við Arnarhól í gær, hafi yfirkeyrt lagið og nánast drepið fjöldasönginn. Gríðarlegur fögnuður ríkti við Arnarhól þegar landsmenn tóku á móti hinum fræknu hetjum sem gerðu garðinn frægan á EM. Og fátt eitt skyggði á þá gleði. Nema ef vera kynni það að púað var á forsætisráðherrann og svo þótti söngkonan Erna Hrönn, sem leiddi fjöldasönginn „Ég er kominn heim“, lifa sig um of inní sönginn.Stórskemmtilega umræðu um söngstíl getur að líta á Facebookvegg hinnar dáðu Þuríðar Sigurðardóttur söngkonu.Þetta atriði er til umræðu á Facebookvegg Þuríðar Sigurðardóttur, sem er einhver dáðasta söngkona íslenskrar dægurlagasögu. Hún segir einfaldlega: „Hvernig dettur forsöngvara í fjöldasöng á Arnarhóli í hug að syngja „Ég er kominn heim“ með endalausum slaufum og stílfæringum“. Fjöldi manna lýsir sig þessu hjartanlega sammála og spratt fram fjörug umræða um þetta atriði á vegg Þuríðar – bráðskemmtileg því ekki er neikvæðninni fyrir að fara þó þarna sé deilt um smekk og tækni; söngstíl og hvað henti tilefninu. Enginn efast um ágæti Ernu Hrannar sem söngkonu.Að finna lagið með útilokunaraðferðinniTónlistarmennirnir Eyþór Gunnarsson og Friðrik Ómar Hjörleifsson eiga í stórskemmtilegum orðahnippingum um þessa tilteknu umdeildu frammistöðu: „Þessi söngstíll kallast að leita að laginu með útilokunaraðferðinni,“ segir Eyþór. En Friðrik Ómar heldur því fram að Erna sé frábær söngkona. Eyþór segir að sumir frábærir söngvarar leiti að lögum með útilokunaraðferðinni.Þegar Eyþór Gunnarsson og Friðrik Ómar rökræða söngstíl, er rétt að leggja við eyru.„Eins og þú veist vel var hún ekki að því. Söng bara með sinum stíl líkt og fleiri á Arnarhóli.“ Eyþór segist ekki mótmæla því, hann hafi bara ákveðið nafn á þann tiltekna stíl. Friðrik Ómar gefur sig ekki og stendur með vinkonu sinni í Júróvisjón-geiranum fram í rauðan dauðann: „Skil þig. Skemmtilegt nafn það. Ég upplifði þetta sem hennar nálgun sem listamann eins og þegar hljómborðsleikari bætir við nokkrum bláum nótum í sólóið sitt. Það finnst mér skemmtilegt minn kæri!“Hefði mátt sleppa flúri og slaufumNokkrir eru til að taka undir með Friðriki Ómari en þó eru talsvert fleiri sammála Þuríði og Eyþóri. Gísli Sigurgeirsson, gamli fréttamaðurinn fyrrverandi, bendir á það, líkt og svo margir að þetta lag sé Óðins Valdimarssonar, sem fyrstur hljóðritaði það. Margir taka undir það og hefðu kosið að upptaka með Óðni hefði verið spiluð.Þessir þrír eru helst á því að það hefði mátt taka lagið öðrum tökum, við þetta tækifæri í það minnsta.Jón Ólafsson tónlistarmaður segir: „Ef hún var að stýra fjöldasöng þá hefði hún átt að sleppa flúri og slaufum. Ef hún var bara að flytja lagið frá eigin brjósti var henni frjálst að gera það sem hún vildi.“Yfirkeyrði og steindrap fjöldasönginnOg Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur og gagnrýnandi, sem er áhugamaður um tónlistarsögu, er ekkert að skafa af því frekar en fyrri daginn: „Það er vegna þess að hún er kjáni og veit hvorki hvar hún er stödd né í hvaða tilgangi. Nú skildi maður halda að piltar eins og þeir sem þarna voru í forsvari þekki til hópsöngs á þjóðhátíð, Svali og Hreimur, en það hefur ekki dugað. Framkoma stúlkunnar var með ágætum en hún hvorki leiddi né stjórnaði fjöldasöng, heldur yfirkeyrði hún og steindrap hann.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur vitnar hins vegar í Bob Dylan máli sínu til stuðnings, en hann er sammála Eyþóri, Páli Baldvin og Þuríði: „Bob Dylan (já af öllum mönnum) gagnrýndi flutning dáðrar söngkonu á bandaríska þjóðsöngnum, sem var einmitt svona flúrsöngur, og sagði að í þessum flutningi hefðu verið allar nóturnar í skalanum - nema þær sem eru í sjálfu laginu. Þessi söngstíll í anda Mariu Carey og slíkra getur orðið þreytandi og ómelódískur.“ Hér neðar getur að líta þennan umrædda flutning og dæmi nú hver fyrir sig. Lagið hefst þegar rúmar 59 mínútur eru liðnar af meðfylgjandi myndskeiði.
Tengdar fréttir Það er „brosir“ en ekki „blasir“ móti sól Allt um ungverska slagarann: Ég er kominn heim -- sem heitir ekki Ferðalok. 16. júní 2016 15:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Það er „brosir“ en ekki „blasir“ móti sól Allt um ungverska slagarann: Ég er kominn heim -- sem heitir ekki Ferðalok. 16. júní 2016 15:45