Lífið

Enskur þáttastjórnandi: „Nú á Ísland England og ég beygi mig undir veldi þeirra“

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Englendingarnir féllu harðar á EM en breska pundið gerir þessa daganna.
Englendingarnir féllu harðar á EM en breska pundið gerir þessa daganna. Vísir/Getty
Englendingar eru enn að klóra sér í hausnum yfir því að Íslendingar hafi slegið þá út í Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Í gamanþættinum Mock of the week, sem tekur á atburðum líðandi stundar með gamansömu ívafi, fór dágóður tími í það að fjalla um arfaslakt gengi Englands í EM. Þá sérstaklega fékk fyrrum landsliðsþjálfari liðsins Roy Hodgson á baukinn en einnig var töluvert gert grín að íslenska karlalandsliðinu, víkingaklappinu fræga og eftirnöfnum liðsmanna.

Þáttastjórnandinn Dara O Briain sagði að „nú ætti Ísland England og ég vil hér með beygja mig undir veldi þeirra,“ rétt áður en hann tók eitt stakt víkingaklapp.

Þátturinn í heild sinni er kominn á Youtube en umrætt atriði má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×