Innlent

Jarðskjálfti af stærð 4,0 við norðurbrún Bárðarbunguöskju

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.
Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni. Mynd/Stöð 2.
Jarðskjálfti af stærð 4,0 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar klukkan 13:17 í dag. Um tuttugu eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og hafa þeir stærstu mælst 3,2 klukkan 13:18 og 3,9 klukkan 13:45.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að einnig hafi mælst skjálfti af stærð 3,5 á suðurbrún Bárðarbunguöskjunnar klukkan 07:19 í morgun.

„Hrinan stóð yfir milli kl. 13:15 og 14:00 og hefur virknin róast talsvert síðan þá.

Skjálftinn kl. 13:17 er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar 2015. Alls hafa mælst 55 jarðskjálftar stærri en 3 og þrír skjálftar stærri en 4 síðan þá.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×