Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:40 Ólafur Ragnar gaf verðandi forseta heilræði í beinni útsendingu. vísir/anton „Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
„Ég held að þó enn eigi eftrir að telja talsvert þá segir reynslan okkur það að við getum óskað væntanlegum forseta til hamingju þó ég muni bíða með mínar formlegu óskir þar til öll atkvæði hafa verið talin,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti Íslands, í viðtali við RÚV nú fyrir skemmstu. Flest bendir til þess að Guðni Th. Jóhannesson verði forseti Íslands en hann leiðir þegar fyrstu tölur hafa verið birtar úr öllum kjördæmum og aðrar og þriðju tölur úr sumum. Ólafur og Guðni eru kunnugir hvor öðrum en Guðni hefur í gegnum tíðina gefið út rit sem fjalla um forsetaembættið. „Ég þekki Guðna ágætlega sem fræðimann,“ sagði Ólafur. „Ég hef lesið yfir sum rita hans í handriti og ég tel mjög farsælt að embættinu gegni maður sem þekkir sögu þess, vanda forvera sinna og geti borið sig saman við þá. Þó er gott að hann hafi framtíðarsýn og gefi þjóðinni trú á að það sé góður kostur að vera Íslendingur.“ Forsetinn sagði að ef til þess kæmi myndi hann gefa eftirmanni sínum ráð væri þeirra óskað. Ólafur, sem hefur verið forseti frá árinu 1996, var áður en hann hlaut kjör virkur þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Fyrst sem stjórnmálafræðiprófessor en síðar sem þingmaður, formaður stjórnmálaflokks og sem ráðherra. „Forseti verður að átta sig á því að eðli forsetaembættins er annað en annarra embætta. Forsetinn hefur ekki í kringum sig formlega samstarfs- eða trúnaðarmenn. Þó hann leiti ráða í erfiðum málum þá er ábyrgðin alltaf hans.“Niðurstaða kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið Ólafur brá sér í fornt hlutverk þegar hann greindi niðurstöður kosninganna. Hann sagði fagnaðarefni að á tækniöld, með alla þessa miðla, fjölmiðla og kannanir, þá léti fólk sér ekki segjast og tæki sjálfstæða ákvörðun. Frambjóðendur sem áður þóttu ólíklegir enda með talsvert fylgi. „Ýmsir hafa stigið fram og sagt að forsetaembættið skipti ekki máli og það beri að leggja það niður. Fólkið í landinu hefur hins vegar sýnt fram á, með mikilli kjörsókn, að það skiptir það máli hver gegnir þessu embætti.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 „Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14
„Ég held að sigurinn sé í höfn“ Guðni Th. Jóhannesson fagnar sigri á afmælisdegi sínum. 26. júní 2016 00:19