Innlent

Í fyrsta skipti í sögunni sem forsetahjón hittast - Myndir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eliza Reid eigikona Guðna Th. Jóhannessonar og Dorrit Moussaieff eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar.
Eliza Reid eigikona Guðna Th. Jóhannessonar og Dorrit Moussaieff eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar. vísir/vilhelm

Verðandi forsetahjón, þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, hittu núverandi forsetahjón, Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, í Nice í Frakklandi í dag en þau ætla öll á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins sem fram fer í kvöld.

Ef sagnfræðin bregst ekki blaðamanni Vísis er þetta í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem verðandi forsetahjón hitta núverandi forsetahjón í kjölfar forsetakjörs.

Sveinn Björnsson lést í embætti og hitti ekki eftirmann sinn, Ásgeir Ásgeirsson. Eiginkona Ásgeirs lést svo árið 1964 en árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti. Vigdís Finnbogadóttir átti síðan ekki maka, hvorki þegar hún tók við embætti 1980 né þegar hún lét af embætti 1996.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er í Nice og náði meðfylgjandi myndum af forsetahjónunum tveimur í dag á sögulegri stund ef svo má að orði komast.


Tengdar fréttir

Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir

Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.