Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 10:04 Peningar streyma nú í sjóði KSÍ og til leikmanna sjálfra. Grafík/Birgitta Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira