Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 14:37 Strákarnir taka fagnið með stuðningsmönnunum eftir leikinn í gær. vísir Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54
Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15