Samkeppniseftirlitið baunar á búvörusamningana Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2016 13:53 Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um búvörusamninga þarfnast gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarpið til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. Segir í umsögninni að ekki sé farið eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að fella þær undanþágur sem afurðastöðvum í mjólkuriðnaði eru veittar með setningu laga nr. 85/2004 frá banni samkeppnislaga við tilteknu samkeppnishamlandi samráði keppinauta og hins vegar girt fyrir að Samkeppniseftirlitið gæti haft afskipti af samkeppnishamlandi samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði. „Raunar virðist ljóst að frumvarpið, verði það að lögum, kemur í veg fyrir eða takmarkar beitingu banns á misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Verður þá stigið enn stærra skref í að undir þiggja mjólkuriðnaðinn samkeppnislögum. Þá virðast þær sérreglur sem settar eru um markaðsráðandi afurðarstöðvar skapa keppinautum og neytendum almennt minni vernd heldur en núgildandi lög,“ segir í umsögninni. Frumvarpið er sagt fela í sér grundvallarbreytingu á verðlagningarkerfi búvörulaga. Segir Samkeppniseftirlitið að ólíkt fyrri breytingum á búvörulögum sé á engan hátt útskýrt í frumvarpinu hvernig hagsmuna almennings verði gætt á þessu sviði og hvernig frumvarpshöfundar sjái fyrir sér samspil búvörulaga og samkeppnislaga í breyttu umhverfi. Telur Samkeppniseftirlitið að ef frumvarpið verði að óbreyttu að lögum muni það að þessu leyti skapa réttaróvissu og skaða almannahagsmuni. Þá segir Samkeppniseftirlitið frumvarpið koma í veg fyrir eða takmarka beitingu banns við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt er það sagt kom í veg fyrir að minni vinnslu- og afurðastöðvar eflist og dafni. Hægt er að lesa umsögnina í heild hér. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um búvörusamninga þarfnast gagngerrar endurskoðunar í því skyni að tryggja almannahagsmuni. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarpið til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Er það mat eftirlitsins að frumvarpið muni að óbreyttu skaða bæði hagsmuni neytenda og bænda. Segir í umsögninni að ekki sé farið eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að fella þær undanþágur sem afurðastöðvum í mjólkuriðnaði eru veittar með setningu laga nr. 85/2004 frá banni samkeppnislaga við tilteknu samkeppnishamlandi samráði keppinauta og hins vegar girt fyrir að Samkeppniseftirlitið gæti haft afskipti af samkeppnishamlandi samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði. „Raunar virðist ljóst að frumvarpið, verði það að lögum, kemur í veg fyrir eða takmarkar beitingu banns á misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Verður þá stigið enn stærra skref í að undir þiggja mjólkuriðnaðinn samkeppnislögum. Þá virðast þær sérreglur sem settar eru um markaðsráðandi afurðarstöðvar skapa keppinautum og neytendum almennt minni vernd heldur en núgildandi lög,“ segir í umsögninni. Frumvarpið er sagt fela í sér grundvallarbreytingu á verðlagningarkerfi búvörulaga. Segir Samkeppniseftirlitið að ólíkt fyrri breytingum á búvörulögum sé á engan hátt útskýrt í frumvarpinu hvernig hagsmuna almennings verði gætt á þessu sviði og hvernig frumvarpshöfundar sjái fyrir sér samspil búvörulaga og samkeppnislaga í breyttu umhverfi. Telur Samkeppniseftirlitið að ef frumvarpið verði að óbreyttu að lögum muni það að þessu leyti skapa réttaróvissu og skaða almannahagsmuni. Þá segir Samkeppniseftirlitið frumvarpið koma í veg fyrir eða takmarka beitingu banns við misnotkun á markaðsráðandi stöðu gagnvart afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Jafnframt er það sagt kom í veg fyrir að minni vinnslu- og afurðastöðvar eflist og dafni. Hægt er að lesa umsögnina í heild hér.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira