Lífið

Lína Langsokkur í einn dag

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hún er sterk stelpa hún Lína, eins og allir vita.
Hún er sterk stelpa hún Lína, eins og allir vita. Vísir/Stefán
 Hvað heitir þú fullu nafni og hvað ertu gömul? Sigurlína Nýlendía Rúllugardína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur, annars máttu kalla mig Erlu Maríu og ég er 11 ára.

Hvernig var að vera Lína Langsokkur í einn dag? Það var svakalega gaman og frábært að sjá hvað krakkarnir skemmtu sér.

Ertu búin að þekkja Línu lengi? Þegar ég var lítil þá horfði ég mikið á Línu Langsokk.



Vildir þú að þú værir alltaf Lína? Já, það væri gaman. Hún er svo frjáls og mikill prakkari.

Ertu búin að æfa hlutverkið lengi? Ég æfði það í nokkra mánuði og gerði mitt allra besta.



Eigið þið Lína margt sameiginlegt? Já, við erum báðar rauðhærðar, með freknur og miklir grallarar.



Finnst þér þú hafa lært mikið af Línu? Ó, já, að standa með sjálfri mér og vera ófeimin.

Finnst þér Lína almennt vera góð fyrirmynd fyrir krakka? Já, því henni er alveg sama hvað öðrum finnst. Hún gerir það sem hún vill.



Hefur þú leikið áður í leikriti? Já, í Leynileikhúsinu þegar ég var lítil og á föstudagsfjöri í skólanum.



Hvað ætlar þú að gera fleira skemmtilegt í sumar? Í sumar ætla ég á leiknámskeið í Borgarleikhúsinu og í smiðjur hjá Sygin. Það má ekki láta sér leiðast í sumarfríinu!

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. júní 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×