Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júní 2016 20:00 Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira